Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 21:40 Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Sýn Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Utanríkismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Utanríkismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira