Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2025 11:03 Ólafur hefur kallað til fundar þingmanna Norðvesturkjördæmis og utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi. Þeir munu taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Fjöldi starfa undir Ólafur Adolfsson, Sjálfstæðismaður og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, boðar til fundarins með samþingmönnum sínum úr kjördæminu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur boðað komu sína. „Það stendur til að fá frekari upplýsingar um stöðu mála varðandi þessar tollaálögur og hvernig okkur gengur í því að fá þessu breytt,“ segir Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fundinn fyrirhugaða. Þingmenn Norðvesturkjördæmis sem Ólafur hefur rætt við séu áhyggjufullir vegna málsins, og voni allir að ekki komi til álagningar tollanna. Mörg störf séu undir, fari allt á versta veg. „Ég held að beinu störfin séu rétt um 200 og síðan afleidd störf auðvitað. Það eru gríðarleg verðmæti sem þarna er verið að flytja erlendis.“ Sest ekki í dómarasætið Tekist hefur verið á um hvort utanríkisráðherra hafi upplýst utanríkismálanefnd um fyrirætlanir Evrópusambandsins um tollana, á fundi nefndarinnar í kjölfar heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands. Ráðherra segist hafa gert það, en þingmenn stjórnarandstöðunnar halda hinu gagnstæða fram. Ólafur segir þingmenn í kjördæmi sínu gera eðlilega kröfu um að vera upplýstir þegar miklir hagsmunir séu undir. „En þegar um er að ræða trúnaðarupplýsingar þá getur verið vandmeðfarið hvenær á að færa þær í loftið, og hvenær menn telja að það þjóni hagsmunum að það sé gert. Þannig að ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti með það.“ Málið komi þó nokkuð óvænt upp. „Og að vitneskjan skuli hafa verið til í svolítinn tíma, það vekur hjá mér ákveðnar spurningar um hvernig við ætlum að halda á þessum málum.“ Skattar og tollar Evrópusambandið Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Alþingi Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi. Þeir munu taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Fjöldi starfa undir Ólafur Adolfsson, Sjálfstæðismaður og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, boðar til fundarins með samþingmönnum sínum úr kjördæminu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur boðað komu sína. „Það stendur til að fá frekari upplýsingar um stöðu mála varðandi þessar tollaálögur og hvernig okkur gengur í því að fá þessu breytt,“ segir Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fundinn fyrirhugaða. Þingmenn Norðvesturkjördæmis sem Ólafur hefur rætt við séu áhyggjufullir vegna málsins, og voni allir að ekki komi til álagningar tollanna. Mörg störf séu undir, fari allt á versta veg. „Ég held að beinu störfin séu rétt um 200 og síðan afleidd störf auðvitað. Það eru gríðarleg verðmæti sem þarna er verið að flytja erlendis.“ Sest ekki í dómarasætið Tekist hefur verið á um hvort utanríkisráðherra hafi upplýst utanríkismálanefnd um fyrirætlanir Evrópusambandsins um tollana, á fundi nefndarinnar í kjölfar heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands. Ráðherra segist hafa gert það, en þingmenn stjórnarandstöðunnar halda hinu gagnstæða fram. Ólafur segir þingmenn í kjördæmi sínu gera eðlilega kröfu um að vera upplýstir þegar miklir hagsmunir séu undir. „En þegar um er að ræða trúnaðarupplýsingar þá getur verið vandmeðfarið hvenær á að færa þær í loftið, og hvenær menn telja að það þjóni hagsmunum að það sé gert. Þannig að ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti með það.“ Málið komi þó nokkuð óvænt upp. „Og að vitneskjan skuli hafa verið til í svolítinn tíma, það vekur hjá mér ákveðnar spurningar um hvernig við ætlum að halda á þessum málum.“
Skattar og tollar Evrópusambandið Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Alþingi Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira