Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 15:22 Landbúnaður er mjög vatnsfrekur en þurrkar hafa neytt bændur um allan heim til að leita sífellt meira til grunnvatns til að vökva akra sína. AP/Matt York Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar. Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar.
Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02