Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2025 19:27 Henry segir að líklega þurfi stjórnmálamenn að sætta sig við að verða fyrir barðinu á gervigreindarmyndböndum þar sem þeim eru eignuð orð sem þeir sögðu ekki. Hins vegar sé alvarlegra þegar slík myndbönd sýni fréttamenn eða aðra sem þurfi í hlutverkum sínum að treysta á trúverðugleika. Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander. Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander.
Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira