Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 12:23 Jeremy Corbyn og Zarah Sultana voru bæði gerð brottræk úr Verkamannaflokknum. Getty Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, stofnar nýjan stjórnmálaflokk í samstarfi við Zöruh Sultana óháðri þingkonu sem sagði sig úr Verkamannaflokknum. Flokkurinn er enn sem komið er nafnlaus en gengur undir bráðabirgðanafninu Flokkurinn þinn. Talað er um vendipunkt og möguleg endalok tveggja flokka kerfis Tory-a og Whig-a sem einkennt hefur bresk stjórnmál frá Byltingunni dýrlegu. Tilkynningin um stofnun flokksins birtist á miðlum Corbyn og Sultana í gærmorgun en hún kom að engum óvörum. Ljóst hafði legið fyrir drykklengi að félagarnir, sem hafa verið í óformlegu bandalagi óháðra vinstrimanna á breska þinginu um stund, ætluðu sér að stofna stjórnmálaflokk. Höggstaður á Verkamannaflokknum „Kerfið er spillt,“ segja stofnendurnir en þetta hugtak „spillt“ (e. rigged) er endurtekið stef í yfirlýsingunni. „Kerfið er spillt þegar á fimmtu milljón barna búa við fátækt í sjötta ríkasta landi heims. Kerfið er spillt þegar risavaxin fyrirtæki mala gull þegar reikningar hækka. Kerfið er spillt þegar ríkisstjórnin segir að enginn peningur sé til handa fátækum en milljarðar í stríð. Við sættum okkur ekki við þetta óréttlæti og það ættir þú ekki að gera heldur.“ Í færslunni sem Jeremy Corbyn og Zarah Sultana birtu á sínum miðlum er hlekkur á heimasíðu flokksins þar sem fólk er beðið um að skrá sig. Heimasíðan ber yfirskriftina Flokkurinn þinn og vörðu aðstandendurnir miklu púðri í að leiðrétta fjölmiðla sem drógu þá ályktun að það yrði nafn flokksins nýja. Það er sem sagt enn óákveðið. Zarah Sultana er meðstofnandi flokksins.Getty Í viðtali við Sky News þvertekur Corbyn fyrir samskiptaörðugleika sem margir sögðu gæta í aðdraganda tilkynningarinnar. Óvissa hafði ríkt um nokkurt skeið um áform Corbyn og Sultana síðan sú síðarnefnda sagði sig úr Verkamannaflokknum og sagðist gera það til að koma á fót nýjum stjórnmálaflokki með Jeremy Corbyn. Corbyn sjálfur virtist þó koma af fjöllum við þessar fréttir og hafði þá ekki skuldbundið sig því að stofna nýjan flokk eða að deila formennskunni með Sultana. Hann hafði sjálfur sagt sig úr Verkamannaflokknum árið 2020 eftir erjur við flokksstjórnina vegna ásakana um gyðingaandúð. Hann hafði gegnt formennsku í flokknum frá árinu 2020 en var nú óflokksbundinn. Í þingkosningunum á síðasta ári var honum meinað að bjóða sig fram undir formerkjum Verkamannaflokksins en hljót kjör sem óháður frambjóðandi með talsverðum yfirburðum. Jeremy Corbyn er yfirlýstur sósíalisti og er hlynntur því að innleiða velferðarkerfi á borð við það sem við búum við á Norðurlöndunum. Hann hefur úthrópað niðurskurðarstefnu Íhaldsflokksins og vill endurþjóðnýta rafmagns-, vatns- og samgönguinnviði. Hann hefur jafnframt gagnrýnt aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í málefnum Palestínumanna harkalega og segja breskir stjórnmálaskýrendur að þar geti hann fundið höggstað á Verkamannaflokki Keirs Starmer. Því er jafnvel velt upp hvort nýlegar yfirlýsingar forsætisráðherrann um að taka málið fastari tökum geti verið afleiðing aukinnar óánægju þjóðarinnar í garð aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Gósentíð hins breska lýðskrumara Lítið er vitað um framhaldið en Corbyn ræddi við fjölmiðla í gær. Þar tók hann fyrir samskiptaleysi þeirra Sultana. Hann sagði nafnið enn óákveðið en að það yrði „stutt og hnitmiðað.“ Til stendur að halda flokksfund þegar líður á haustið þar sem flokkurinn yrði formlega stofnaður og væntanlega nefndur. Mikill uppgangur er á nýjum stjórnmálahreyfingum í Bretlandi um þessar mundir og ber þar hæst á Endurbótaflokki Nigels Farage. Farage er vitanlega þekkt stærð í breskum stjórnmálum en hann leiddi Breska Sjálfstæðisflokkinn þegar Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu. Honum hefur verið lýst sem andliti bresks popúlisma og nú ógna popúlískir flokkar viðtekna valdinu beggja megin miðjunnar. Corbyn hefur gagnrýnt stefnu breskra stjórnvalda í málefnum Palestínu.Getty Corbyn segir þó reginmun á eðli flokkanna tveggja en hann segir Endurbótaflokk Farage hættulegan. „Í staðinn bjóðum við upp á að tengja fólk saman til að mæta fátækt, lélegum húsakosti og fjársveltu menntakerfi. Til að mæta þessum vandamálum saman,“ sagði Jeremy Corbyn. Nýjar stjórnmálahreyfingar eiga að jafnaði erfitt uppdráttar í Bretlandi en skoðanakannanir YouGov benda til þess að Jeremy Corbyn njóti mikils stuðnings meðal þjóðarinnar. Hann er eitt þekktasta nafn í breskum stjórnmálum og samkvæmt fyrstu niðurstöður kannana fengi flokkurinn um tíu prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Bretland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Flokkurinn er enn sem komið er nafnlaus en gengur undir bráðabirgðanafninu Flokkurinn þinn. Talað er um vendipunkt og möguleg endalok tveggja flokka kerfis Tory-a og Whig-a sem einkennt hefur bresk stjórnmál frá Byltingunni dýrlegu. Tilkynningin um stofnun flokksins birtist á miðlum Corbyn og Sultana í gærmorgun en hún kom að engum óvörum. Ljóst hafði legið fyrir drykklengi að félagarnir, sem hafa verið í óformlegu bandalagi óháðra vinstrimanna á breska þinginu um stund, ætluðu sér að stofna stjórnmálaflokk. Höggstaður á Verkamannaflokknum „Kerfið er spillt,“ segja stofnendurnir en þetta hugtak „spillt“ (e. rigged) er endurtekið stef í yfirlýsingunni. „Kerfið er spillt þegar á fimmtu milljón barna búa við fátækt í sjötta ríkasta landi heims. Kerfið er spillt þegar risavaxin fyrirtæki mala gull þegar reikningar hækka. Kerfið er spillt þegar ríkisstjórnin segir að enginn peningur sé til handa fátækum en milljarðar í stríð. Við sættum okkur ekki við þetta óréttlæti og það ættir þú ekki að gera heldur.“ Í færslunni sem Jeremy Corbyn og Zarah Sultana birtu á sínum miðlum er hlekkur á heimasíðu flokksins þar sem fólk er beðið um að skrá sig. Heimasíðan ber yfirskriftina Flokkurinn þinn og vörðu aðstandendurnir miklu púðri í að leiðrétta fjölmiðla sem drógu þá ályktun að það yrði nafn flokksins nýja. Það er sem sagt enn óákveðið. Zarah Sultana er meðstofnandi flokksins.Getty Í viðtali við Sky News þvertekur Corbyn fyrir samskiptaörðugleika sem margir sögðu gæta í aðdraganda tilkynningarinnar. Óvissa hafði ríkt um nokkurt skeið um áform Corbyn og Sultana síðan sú síðarnefnda sagði sig úr Verkamannaflokknum og sagðist gera það til að koma á fót nýjum stjórnmálaflokki með Jeremy Corbyn. Corbyn sjálfur virtist þó koma af fjöllum við þessar fréttir og hafði þá ekki skuldbundið sig því að stofna nýjan flokk eða að deila formennskunni með Sultana. Hann hafði sjálfur sagt sig úr Verkamannaflokknum árið 2020 eftir erjur við flokksstjórnina vegna ásakana um gyðingaandúð. Hann hafði gegnt formennsku í flokknum frá árinu 2020 en var nú óflokksbundinn. Í þingkosningunum á síðasta ári var honum meinað að bjóða sig fram undir formerkjum Verkamannaflokksins en hljót kjör sem óháður frambjóðandi með talsverðum yfirburðum. Jeremy Corbyn er yfirlýstur sósíalisti og er hlynntur því að innleiða velferðarkerfi á borð við það sem við búum við á Norðurlöndunum. Hann hefur úthrópað niðurskurðarstefnu Íhaldsflokksins og vill endurþjóðnýta rafmagns-, vatns- og samgönguinnviði. Hann hefur jafnframt gagnrýnt aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í málefnum Palestínumanna harkalega og segja breskir stjórnmálaskýrendur að þar geti hann fundið höggstað á Verkamannaflokki Keirs Starmer. Því er jafnvel velt upp hvort nýlegar yfirlýsingar forsætisráðherrann um að taka málið fastari tökum geti verið afleiðing aukinnar óánægju þjóðarinnar í garð aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Gósentíð hins breska lýðskrumara Lítið er vitað um framhaldið en Corbyn ræddi við fjölmiðla í gær. Þar tók hann fyrir samskiptaleysi þeirra Sultana. Hann sagði nafnið enn óákveðið en að það yrði „stutt og hnitmiðað.“ Til stendur að halda flokksfund þegar líður á haustið þar sem flokkurinn yrði formlega stofnaður og væntanlega nefndur. Mikill uppgangur er á nýjum stjórnmálahreyfingum í Bretlandi um þessar mundir og ber þar hæst á Endurbótaflokki Nigels Farage. Farage er vitanlega þekkt stærð í breskum stjórnmálum en hann leiddi Breska Sjálfstæðisflokkinn þegar Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu. Honum hefur verið lýst sem andliti bresks popúlisma og nú ógna popúlískir flokkar viðtekna valdinu beggja megin miðjunnar. Corbyn hefur gagnrýnt stefnu breskra stjórnvalda í málefnum Palestínu.Getty Corbyn segir þó reginmun á eðli flokkanna tveggja en hann segir Endurbótaflokk Farage hættulegan. „Í staðinn bjóðum við upp á að tengja fólk saman til að mæta fátækt, lélegum húsakosti og fjársveltu menntakerfi. Til að mæta þessum vandamálum saman,“ sagði Jeremy Corbyn. Nýjar stjórnmálahreyfingar eiga að jafnaði erfitt uppdráttar í Bretlandi en skoðanakannanir YouGov benda til þess að Jeremy Corbyn njóti mikils stuðnings meðal þjóðarinnar. Hann er eitt þekktasta nafn í breskum stjórnmálum og samkvæmt fyrstu niðurstöður kannana fengi flokkurinn um tíu prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag.
Bretland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira