Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2025 08:55 Hitinn hefur farið yfir 50 stig á nokkrum stöðum í landinu. epa/Abedin Taherkenareh Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að morgundagurinn verði almennur frídagur í höfuðborginni Tehran en hiti hefur mælst yfir 50 stigum og vatnsból að þorna upp. Yfirvöld hafa biðlað til íbúa um að spara vatn en þurrkur hefur staðið yfir í landinu í fimm ár og regn verið með minnsta móti það sem af er þessu ári. Þá náði hitinn 52,8 stigum í borginni Shabankareh um helgina og 51,3 stig í bænum Abadan. Hiti mælist 53 stig í Kúvæt en mælingin hefur ekki verið staðfest. Guardian hefur eftir ónafngreindum íbúa í Tehran að sólin sé svo sterk í borginni að það sé ómögulegt að ganga um úti. „Mér líður eins og húðin sé að brenna. Skyrtan mín verður blaut á augnabliki og ég fer í sturtu tvisvar á dag í þessum hita. Sem betur fer er ekki vatnsskortur þar sem ég bý.“ Hitinn náði 41 stigi í Tehran í gær. Masoud Pezeshkian, forseti Íran, sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að vatnsskorturinn væri í raun verri en menn gerðu sér grein fyrir og ef ekki yrði gripið til aðgerða myndi skapast staða í framtíðinni sem ekki yrði hægt að leysa. Sporna þyrfti við ofnotkun. Annar viðmælandi Guardian í Mashhad sagði fólk hafa áhyggjur af rafmagnssleysi vegna vatnsskortsins og þá væri hitinn óbærilegur. Vandamálið hefði vaxið með byggingu stíflu í Afganistan, sem menn töldu hindra flæði inn í Mashhad. Uppistöðulón væru að þorna upp og vatnsból að hverfa. Íran Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Yfirvöld hafa biðlað til íbúa um að spara vatn en þurrkur hefur staðið yfir í landinu í fimm ár og regn verið með minnsta móti það sem af er þessu ári. Þá náði hitinn 52,8 stigum í borginni Shabankareh um helgina og 51,3 stig í bænum Abadan. Hiti mælist 53 stig í Kúvæt en mælingin hefur ekki verið staðfest. Guardian hefur eftir ónafngreindum íbúa í Tehran að sólin sé svo sterk í borginni að það sé ómögulegt að ganga um úti. „Mér líður eins og húðin sé að brenna. Skyrtan mín verður blaut á augnabliki og ég fer í sturtu tvisvar á dag í þessum hita. Sem betur fer er ekki vatnsskortur þar sem ég bý.“ Hitinn náði 41 stigi í Tehran í gær. Masoud Pezeshkian, forseti Íran, sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að vatnsskorturinn væri í raun verri en menn gerðu sér grein fyrir og ef ekki yrði gripið til aðgerða myndi skapast staða í framtíðinni sem ekki yrði hægt að leysa. Sporna þyrfti við ofnotkun. Annar viðmælandi Guardian í Mashhad sagði fólk hafa áhyggjur af rafmagnssleysi vegna vatnsskortsins og þá væri hitinn óbærilegur. Vandamálið hefði vaxið með byggingu stíflu í Afganistan, sem menn töldu hindra flæði inn í Mashhad. Uppistöðulón væru að þorna upp og vatnsból að hverfa.
Íran Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira