Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Ætli Mbeumo geti leyst markmannsvandræði Man United? EPA-EFE/Vísir Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann? Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira