Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2025 14:15 Stjórnarmenn United hafa lengi haft augastað á Mbuemo en tóku ekki endanlega ákvörðun fyrr en þeir hittust á Íslandi. getty Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði. Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði. Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði.
Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira