„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:45 Rúnar Kristinsson var sáttur með stigið á útivelli. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. „Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu. Fram Besta deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu.
Fram Besta deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira