Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að beiting margumrædds ákvæðis þingskaparlaga til þess að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni lita allt kjörtímabilið. Vísir/Anton brink Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira