Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 12:01 Diogo Jota þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðninginn eftir að hann skoraði mark á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Getty/Andrew Powell Diogo Jota verður síðasti leikmaður Liverpool sem spilar í treyju númer tuttugu. Liverpool ákvað að leggja númeri hans eftir hræðilegt fráfall hans og yngri bróður hans í bílslysi á Spáni. Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_) Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_)
Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira