Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2025 21:27 Grínistinn Rosie O'Donnell og Donald Trump hafa reglulega átt í orðaskaki undanfarin ár. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira