Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 23:24 Flugvélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gista. Alls létust 270 manns í flugslysinu og aðeins einn farþegi um borð lifði af. Vísir/EPA Slökkt var á eldsneytisflæði til beggja hreyfla flugvélar Air India skömmu eftir flugtak en flugvélin hrapaði jarðar augnablikum síðar þann 12. júní. Flugmennirnir virtust ekki vera á sömu blaðsíðu um hvað væri að gerast. Þetta kemur fram í fimmtán blaðsíðna bráðabirgaðaskýrslu á vegum indversku flugslysarannsóknarnefndarinnar (AAIB). Fjallað er um skýrsluna á BBC, Sky News og The Guardian. Þar kemur fram að í stjórnklefa flugvélarinnar, sem var af gerðinni Boeing 787 Dreamliner, hafi verið slökkt á rofum sem veiti eldsneyti til hreyfla vélarinnar. Borið hafi á ruglingi í stjórnklefanum því í upptökum heyrist annar flugmaðurinn spyrja hinn hvers vegna hann „slökkti á“ eldsneytisflæðinu og hinn neita því. Að slökkva á eldsneytisflæðinu slekkur nánast samstundis á hreyflunum og er yfirleitt gert þegar flugvél er lent eða þá hún lendir í neyð, til dæmis ef það kviknar í hreyflunum. Skýrslan gefur ekki til kynna að það hafi skapast nokkuð neyðarástand sem krafðist þess að slökkt yrði á hreyflunum né hvernig rofarnir færðust. Flugsérfræðingurinn Tim Atkinson sagði í samtali við Sky News að afar fáar aðstæður eða kringumstæður gætu skýrt það sem kom fyrir. Það gætu einungis verið mannleg mistök, óviljaverk eða þá viljaverk. „Á þessum tímapunkti rannsóknarinnar, eru engar ráðlagaðar aðgerðir til Boeing 787-8 og/eða GE GEnx-1B hreyflaframleiðenda,“ segir í skýrslunni. Niðurstaðan virðist því útiloka hönnunargalla eða bilun í vélarbúnaði. Flugvélin var á leiðinni til Gatwick-flugvallar í London en brotlenti á húsi í borginni skömmu eftir flugtak. Alls voru 242 manns um borð í vélinni og fórust allir um borð ef frá er talinn fertugur breskur ríkisborgari. Indland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Sjá meira
Þetta kemur fram í fimmtán blaðsíðna bráðabirgaðaskýrslu á vegum indversku flugslysarannsóknarnefndarinnar (AAIB). Fjallað er um skýrsluna á BBC, Sky News og The Guardian. Þar kemur fram að í stjórnklefa flugvélarinnar, sem var af gerðinni Boeing 787 Dreamliner, hafi verið slökkt á rofum sem veiti eldsneyti til hreyfla vélarinnar. Borið hafi á ruglingi í stjórnklefanum því í upptökum heyrist annar flugmaðurinn spyrja hinn hvers vegna hann „slökkti á“ eldsneytisflæðinu og hinn neita því. Að slökkva á eldsneytisflæðinu slekkur nánast samstundis á hreyflunum og er yfirleitt gert þegar flugvél er lent eða þá hún lendir í neyð, til dæmis ef það kviknar í hreyflunum. Skýrslan gefur ekki til kynna að það hafi skapast nokkuð neyðarástand sem krafðist þess að slökkt yrði á hreyflunum né hvernig rofarnir færðust. Flugsérfræðingurinn Tim Atkinson sagði í samtali við Sky News að afar fáar aðstæður eða kringumstæður gætu skýrt það sem kom fyrir. Það gætu einungis verið mannleg mistök, óviljaverk eða þá viljaverk. „Á þessum tímapunkti rannsóknarinnar, eru engar ráðlagaðar aðgerðir til Boeing 787-8 og/eða GE GEnx-1B hreyflaframleiðenda,“ segir í skýrslunni. Niðurstaðan virðist því útiloka hönnunargalla eða bilun í vélarbúnaði. Flugvélin var á leiðinni til Gatwick-flugvallar í London en brotlenti á húsi í borginni skömmu eftir flugtak. Alls voru 242 manns um borð í vélinni og fórust allir um borð ef frá er talinn fertugur breskur ríkisborgari.
Indland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Sjá meira
Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06