„Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júlí 2025 12:18 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. vísir/egill Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. Greint var frá því í morgun að eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla framkvæmdum að skólaþorpi í laugardalnum á bílastæði við Laugardalsvöll harðlega. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum þar gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár. Vinna stendur nú þegar yfir við að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið skal rísa. Er því haldið fram í athugasemd í skipulagsgátt að stöðin eigi óbeinan eignarétt til stæðanna vegna viljayfirlýsingar sem var undirrituð árið 1999 og samninga við Reykjavíkurborg sem voru undirritaðir 2002 þar sem líkamsræktarstöðinni var veitt ótímabundin og endurgjaldslaus afnot af stæðunum. Málið fari þá leið sem það fer Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir að athugasemd World Class verði tekin til skoðunar. Liggur fyrir hvort þetta muni koma til álita hjá borgarlögmanni? „Ekki á þessari stundu. Ég er ekki búin að lesa þessar athugasemdir sjálf ég er nýkomin úr fríi. Það þarf ekkert að vera. Við erum með lögfræðinga innan umhverfis- og skipulagssviðs sem fara yfir athugasemdir sem okkur berast og skoða hvað sé réttmætt og hvað ekki. Ef að við erum ekki sammála um þetta, þá á það sína leið.“ Hálfgerður yfirgangur Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla sem hefur skilað jákvæðri athugasemd í skipulagsgátt, segir skólaþorpið gífurlega nauðsynlegt fyrir börn í hverfinu enda miklar framkvæmdir fram undan á skólum í Laugardal vegna myglu og annars konar viðhalds. Fyrst í Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. „Við erum náttúrulega ekkert sátt við hans nálgun á málinu. Þarna verðum við vonandi næstu árin, því eitthvert verðum við að fara. Það að vera innan hverfisins er nauðsynlegt fyrir okkur.“ Það megi líta á það sem yfirgang að krefjast þess að rekstur líkamsræktarstöðvar gangi framar en heilsa og hagsmunir 450 barna. „Þetta er náttúrulega einungis óbeinn eignarréttur. Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki. Fólk getur eignað sér hluti og alls konar ef sá gállinn er á fólki en ég get hvergi séð að hann eigi þessi bílastæði. Ég veit ekki hvort ég myndi segja frekja en kannski nálægt því.“ Heilsa og menntun barna ætti að ganga framar Hún segir það skjóta skökku við að láta svo mikið hagsmunamál fyrir hverfið stranda á bílastæðum. Þau séu varla nýtt að hennar mati nema þegar það eru tónleikar eða leikir á þjóðarleikvangnum. „Hann er bara með sinn rekstur og ég skil það en þetta eru bílastæði sem eru lengst frá hans fyrirtæki. Það sem við höfum séð af þessum bílastæðum þá eru þau mjög illa nýtt og sérstaklega á daginn og jafnvel á kvöldin líka. Að þetta tengist World Class að einhverju leyti er hæpið að mínu mati.“ Í athugasemdinni leggst World Class einnig gegn því að sunnanverðri innkeyrslu á umrætt bílastæði verði lokað eins og stendur til. Eyrún ítrekar mikilvægi þess að loka innkeyrslunni enda verði mikil umferð barna á svæðinu þegar að hundruð barna munu sækja skólann. „Það þarf að huga að umferðaröryggi barnanna þarna í hverfinu. Það er mjög mjög mikilvægt. Það er okkar aðalbarátta núna. Skólaþorpið mun rísa. Þau eru byrjuð að vinna í því og það í góður ferli. Við verðum að tryggja umferðaröryggi barna og starfsfólks á svæðinu.“ Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Greint var frá því í morgun að eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla framkvæmdum að skólaþorpi í laugardalnum á bílastæði við Laugardalsvöll harðlega. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum þar gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár. Vinna stendur nú þegar yfir við að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið skal rísa. Er því haldið fram í athugasemd í skipulagsgátt að stöðin eigi óbeinan eignarétt til stæðanna vegna viljayfirlýsingar sem var undirrituð árið 1999 og samninga við Reykjavíkurborg sem voru undirritaðir 2002 þar sem líkamsræktarstöðinni var veitt ótímabundin og endurgjaldslaus afnot af stæðunum. Málið fari þá leið sem það fer Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir að athugasemd World Class verði tekin til skoðunar. Liggur fyrir hvort þetta muni koma til álita hjá borgarlögmanni? „Ekki á þessari stundu. Ég er ekki búin að lesa þessar athugasemdir sjálf ég er nýkomin úr fríi. Það þarf ekkert að vera. Við erum með lögfræðinga innan umhverfis- og skipulagssviðs sem fara yfir athugasemdir sem okkur berast og skoða hvað sé réttmætt og hvað ekki. Ef að við erum ekki sammála um þetta, þá á það sína leið.“ Hálfgerður yfirgangur Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla sem hefur skilað jákvæðri athugasemd í skipulagsgátt, segir skólaþorpið gífurlega nauðsynlegt fyrir börn í hverfinu enda miklar framkvæmdir fram undan á skólum í Laugardal vegna myglu og annars konar viðhalds. Fyrst í Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. „Við erum náttúrulega ekkert sátt við hans nálgun á málinu. Þarna verðum við vonandi næstu árin, því eitthvert verðum við að fara. Það að vera innan hverfisins er nauðsynlegt fyrir okkur.“ Það megi líta á það sem yfirgang að krefjast þess að rekstur líkamsræktarstöðvar gangi framar en heilsa og hagsmunir 450 barna. „Þetta er náttúrulega einungis óbeinn eignarréttur. Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki. Fólk getur eignað sér hluti og alls konar ef sá gállinn er á fólki en ég get hvergi séð að hann eigi þessi bílastæði. Ég veit ekki hvort ég myndi segja frekja en kannski nálægt því.“ Heilsa og menntun barna ætti að ganga framar Hún segir það skjóta skökku við að láta svo mikið hagsmunamál fyrir hverfið stranda á bílastæðum. Þau séu varla nýtt að hennar mati nema þegar það eru tónleikar eða leikir á þjóðarleikvangnum. „Hann er bara með sinn rekstur og ég skil það en þetta eru bílastæði sem eru lengst frá hans fyrirtæki. Það sem við höfum séð af þessum bílastæðum þá eru þau mjög illa nýtt og sérstaklega á daginn og jafnvel á kvöldin líka. Að þetta tengist World Class að einhverju leyti er hæpið að mínu mati.“ Í athugasemdinni leggst World Class einnig gegn því að sunnanverðri innkeyrslu á umrætt bílastæði verði lokað eins og stendur til. Eyrún ítrekar mikilvægi þess að loka innkeyrslunni enda verði mikil umferð barna á svæðinu þegar að hundruð barna munu sækja skólann. „Það þarf að huga að umferðaröryggi barnanna þarna í hverfinu. Það er mjög mjög mikilvægt. Það er okkar aðalbarátta núna. Skólaþorpið mun rísa. Þau eru byrjuð að vinna í því og það í góður ferli. Við verðum að tryggja umferðaröryggi barna og starfsfólks á svæðinu.“
Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35