Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. júní 2025 21:30 Srdjan Tufegdzic er þjálfari Valsmanna og hann ætlar ekki að rífast við Óskar Hrafn Þorvaldsson í fjölmiðlum. Vísir/Pawel Valur vann öruggan 5-2 útisigur á KA í þrettándu umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Gestirnir komust snemma í tveggja marka forystu áður en KA minnkaði muninn rétt fyrir hálfleiksflautið. Valsmenn gengu svo á lagið í síðari hálfleik og kláraðu leikinn örugglega. Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig. Besta deild karla KA Valur Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig.
Besta deild karla KA Valur Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira