Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. júní 2025 21:30 Srdjan Tufegdzic er þjálfari Valsmanna og hann ætlar ekki að rífast við Óskar Hrafn Þorvaldsson í fjölmiðlum. Vísir/Pawel Valur vann öruggan 5-2 útisigur á KA í þrettándu umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Gestirnir komust snemma í tveggja marka forystu áður en KA minnkaði muninn rétt fyrir hálfleiksflautið. Valsmenn gengu svo á lagið í síðari hálfleik og kláraðu leikinn örugglega. Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig. Besta deild karla KA Valur Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig.
Besta deild karla KA Valur Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira