John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2025 12:01 John Andrews var látinn fara sem þjálfari Víkings í gær. Vísir/Anton Brink „Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John Andrews sem var látinn fara sem þjálfari Víkinga í Bestu-deild kvenna í gær. Leikurinn gegn Þór/KA tapaðist fyrir norðan 4-1 á laugardaginn. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Hann hafði verið með liðið síðan 2019 og gerði það að bikarmeisturum árið 2023 þegar Víkingar léku í næst efstu deild. „Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“ Hann segir að ekki hafi allt fallið með liðinu á tímabilinu. Usain Bolt með bakpoka „Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“ John segist hafa viljað fá lengri tíma við liðinu. „Ég sit núna á lestarstöð á leiðinni til fjölskyldu minnar í Cork. Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina. Sá sem tekur við liðinu er að taka við mjög vel þjálfuðum og öguðum hóp, og þarf lítið að breyta. Ég er stoltur af því að geta sagt það. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma. Ég elskaði að vinna með þessum leikmönnum. Það er aðeins einn dagur liðinn og ég sakna þeirra nú þegar.“ En Írinn segir að lífið haldi einfaldlega áfram. „Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu sé lokið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af sögu sem verður mögulega aldrei endurtekin. Hjarta mitt er fullt af kærleika og hausinn fullur af þakklæti.“ Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Leikurinn gegn Þór/KA tapaðist fyrir norðan 4-1 á laugardaginn. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Hann hafði verið með liðið síðan 2019 og gerði það að bikarmeisturum árið 2023 þegar Víkingar léku í næst efstu deild. „Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“ Hann segir að ekki hafi allt fallið með liðinu á tímabilinu. Usain Bolt með bakpoka „Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“ John segist hafa viljað fá lengri tíma við liðinu. „Ég sit núna á lestarstöð á leiðinni til fjölskyldu minnar í Cork. Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina. Sá sem tekur við liðinu er að taka við mjög vel þjálfuðum og öguðum hóp, og þarf lítið að breyta. Ég er stoltur af því að geta sagt það. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma. Ég elskaði að vinna með þessum leikmönnum. Það er aðeins einn dagur liðinn og ég sakna þeirra nú þegar.“ En Írinn segir að lífið haldi einfaldlega áfram. „Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu sé lokið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af sögu sem verður mögulega aldrei endurtekin. Hjarta mitt er fullt af kærleika og hausinn fullur af þakklæti.“
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn