Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 09:12 Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir að sér þyki óþægilegt að sænskir gyðingar hafi þurft að óttast flokkinn á ákveðnu tímabili. Vísir/EPA Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk. Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Sjá meira
Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Sjá meira