Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 09:08 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir endurgerð sem hefur verið frestað. Reykjavíkurborg Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. Með tillögunni er viðkomandi sviðum borgaryfirvalda falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til þess að gera göturnar tvær að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkti. Eitt og hálf ár er frá því að ráðið samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis. Fulltrúar minnihlutans lögðu til tillagan um að vera göturnar tvær að göngugötum yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götu auk ýmissa íbúasamtaka og hagaðila. Þeim yrði gefinn kostur á að skila inn athugasemdum áður en tillagan yrði samþykkt. Þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu að svo búnu atkvæði gegn því að gera göturnar að göngugötum en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Vísa til stuðnings sem kemur fram í könnunum Meirihlutinn vísaði til mikils og vaxandi stuðnings borgarbúa við göngugötur í bókun sem hann lét gera á fundi ráðsins. „Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi,“ segir í bókuninni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, sagði á Facebook eftir að tillagan var samþykkt að endurgerð Austurstrætis frestaðist eitthvað. „En við látum gangandi ekki bíða og tökum strax af skarið,“ skrifaði hún og deildi tölvugerðum myndum af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir breytingar. Nýlega kvartaði eigandi fataverslunarinnar Gyllta kattarins sem hefur verið rekin í Austurstræti undanfarna tvo áratugi undan því opinberlega hversu erfitt væri fyrir viðskiptavini sína að fá bílastæði í miðborginni. Það væri ástæða þess að verslunin yrði flutt út á Fiskislóð. Reykjavík Göngugötur Verslun Bílar Borgarstjórn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Með tillögunni er viðkomandi sviðum borgaryfirvalda falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til þess að gera göturnar tvær að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkti. Eitt og hálf ár er frá því að ráðið samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis. Fulltrúar minnihlutans lögðu til tillagan um að vera göturnar tvær að göngugötum yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götu auk ýmissa íbúasamtaka og hagaðila. Þeim yrði gefinn kostur á að skila inn athugasemdum áður en tillagan yrði samþykkt. Þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu að svo búnu atkvæði gegn því að gera göturnar að göngugötum en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Vísa til stuðnings sem kemur fram í könnunum Meirihlutinn vísaði til mikils og vaxandi stuðnings borgarbúa við göngugötur í bókun sem hann lét gera á fundi ráðsins. „Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi,“ segir í bókuninni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, sagði á Facebook eftir að tillagan var samþykkt að endurgerð Austurstrætis frestaðist eitthvað. „En við látum gangandi ekki bíða og tökum strax af skarið,“ skrifaði hún og deildi tölvugerðum myndum af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir breytingar. Nýlega kvartaði eigandi fataverslunarinnar Gyllta kattarins sem hefur verið rekin í Austurstræti undanfarna tvo áratugi undan því opinberlega hversu erfitt væri fyrir viðskiptavini sína að fá bílastæði í miðborginni. Það væri ástæða þess að verslunin yrði flutt út á Fiskislóð.
Reykjavík Göngugötur Verslun Bílar Borgarstjórn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira