Verslun

Fréttamynd

Gervi­greind Amazon reyndist þúsund Ind­verjar

Verslunarrisinn Amazon hefur ákveðið að hætta notkun tæknilausnar í verslunum sínum, sem gerði viðskiptavinum kleift að taka hluti úr hillunum og einfaldlega labba út. Lausnin er sögð byggð á vinnu um eitt þúsund indverskra láglaunaverkamanna í stað gervigreindar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

At­hafna­leysi Katrínar geti skaðað hags­muni lands­manna

VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi.

Neytendur
Fréttamynd

Gerum skipti­stöðina í Mjódd betri

Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er opið um páskana?

Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag.

Neytendur
Fréttamynd

Tók á sig hlut­a af verð­hækk­un­um „til að við­hald­a styrk vör­u­merkj­ann­a“

Framlegðarhlutfall Nathan & Olsen, einnar stærstu heildsölu landsins, dróst saman á milli ára þrátt fyrir tekjuaukningu sem var lítillega meiri en ársverðbólga. Forstjóri 1912, móðurfélags heildsölunnar, segir fyrirtækið hafa tekið á sig hluta af verðhækkunum en ekki fleytt þeim áfram að fullu til viðskiptavina í ljósi mikillar samkeppni og til að tryggja eftirspurn eftir vörunum. „Það er komin meiri ró á markaðinn eftir tvö ótrúleg ár sem einkenndust af miklum verðhækkunum og bjartari horfur í rekstri í ár,“ útskýrir hann.

Innherji
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra lét bændur heyra það

Forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu Búnaðarþings þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar eða réttara sagt engar merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum.

Innlent
Fréttamynd

Krónan brást strax við

Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður.

Skoðun
Fréttamynd

Sendi fjöl­skyldu sína úr landi af ótta við stungu­manninn

Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót hjá Huga og Ás­dísi Rögnu

Ásdís Ragna Valdimarsdóttir og Hugi Halldórsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Ásdís hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Kjör- og Krambúðanna og Hugi hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra vildarkerfis Samkaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bændur bora í nefið eftir lokun

Skellt var í lás klukkan 18:00 í dag í versluninni Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir fullt og allt. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu segjast vera mjög leiðir að hafa enga verslun lengur og hvað þá heimamenn í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Innlent
Fréttamynd

Slíta samningi við Wok On

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opnar Blush-verslun á Akur­eyri

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, hyggst opna kynlífstækjaverslun á Akureyri á næstu vikum. Verslunin verður staðsett á Glerártorgi en þó í svolitlu næði. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Há­vaxnasti maður landsins loksins í al­menni­legu rúmi

Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð.

Lífið