Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 09:08 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir endurgerð sem hefur verið frestað. Reykjavíkurborg Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. Með tillögunni er viðkomandi sviðum borgaryfirvalda falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til þess að gera göturnar tvær að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkti. Eitt og hálf ár er frá því að ráðið samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis. Fulltrúar minnihlutans lögðu til tillagan um að vera göturnar tvær að göngugötum yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götu auk ýmissa íbúasamtaka og hagaðila. Þeim yrði gefinn kostur á að skila inn athugasemdum áður en tillagan yrði samþykkt. Þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu að svo búnu atkvæði gegn því að gera göturnar að göngugötum en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Vísa til stuðnings sem kemur fram í könnunum Meirihlutinn vísaði til mikils og vaxandi stuðnings borgarbúa við göngugötur í bókun sem hann lét gera á fundi ráðsins. „Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi,“ segir í bókuninni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, sagði á Facebook eftir að tillagan var samþykkt að endurgerð Austurstrætis frestaðist eitthvað. „En við látum gangandi ekki bíða og tökum strax af skarið,“ skrifaði hún og deildi tölvugerðum myndum af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir breytingar. Nýlega kvartaði eigandi fataverslunarinnar Gyllta kattarins sem hefur verið rekin í Austurstræti undanfarna tvo áratugi undan því opinberlega hversu erfitt væri fyrir viðskiptavini sína að fá bílastæði í miðborginni. Það væri ástæða þess að verslunin yrði flutt út á Fiskislóð. Reykjavík Göngugötur Verslun Bílar Borgarstjórn Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Með tillögunni er viðkomandi sviðum borgaryfirvalda falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til þess að gera göturnar tvær að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkti. Eitt og hálf ár er frá því að ráðið samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis. Fulltrúar minnihlutans lögðu til tillagan um að vera göturnar tvær að göngugötum yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götu auk ýmissa íbúasamtaka og hagaðila. Þeim yrði gefinn kostur á að skila inn athugasemdum áður en tillagan yrði samþykkt. Þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu að svo búnu atkvæði gegn því að gera göturnar að göngugötum en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Vísa til stuðnings sem kemur fram í könnunum Meirihlutinn vísaði til mikils og vaxandi stuðnings borgarbúa við göngugötur í bókun sem hann lét gera á fundi ráðsins. „Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi,“ segir í bókuninni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, sagði á Facebook eftir að tillagan var samþykkt að endurgerð Austurstrætis frestaðist eitthvað. „En við látum gangandi ekki bíða og tökum strax af skarið,“ skrifaði hún og deildi tölvugerðum myndum af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir breytingar. Nýlega kvartaði eigandi fataverslunarinnar Gyllta kattarins sem hefur verið rekin í Austurstræti undanfarna tvo áratugi undan því opinberlega hversu erfitt væri fyrir viðskiptavini sína að fá bílastæði í miðborginni. Það væri ástæða þess að verslunin yrði flutt út á Fiskislóð.
Reykjavík Göngugötur Verslun Bílar Borgarstjórn Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir