Leita vísbendinga um flugslysið og fleiri fórnarlamba Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 08:11 Alls létust 240 sem voru um borð í vélinni og í það minnsta fjórir á jörðu. Tugir eru alvarlega slasaðir. Vísir/EPA Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna. Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“ Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35
Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20
Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42