Leita vísbendinga um flugslysið og fleiri fórnarlamba Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 08:11 Alls létust 240 sem voru um borð í vélinni og í það minnsta fjórir á jörðu. Tugir eru alvarlega slasaðir. Vísir/EPA Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna. Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“ Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35
Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20
Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42