„Fólk er í áfalli yfir þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 21:49 Play stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Vilhelm Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu. Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum. Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum.
Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira