„Fólk er í áfalli yfir þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 21:49 Play stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Vilhelm Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu. Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum. Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum.
Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent