„Erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:09 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. Vísir/Einar Forstjóri Play hefur fulla trú á fyrirhuguðum breytingum á rekstri félagsins sem kynntar voru í tilkynningu til kauphallar síðdegis í dag. Félagið verði áfram íslenskt þó verið sé að færa stóran hluta starfseminnar til útlanda. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira