Aukinn samdráttur á flugi til Íslands með breyttu Play Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 13:22 Snorri Jakobsson greinandi. Vísir/Arnar Fyrirhugaðar breytingar á rekstri flugfélagsins Play mun auka samdrátt á framboði flugsæta til Íslands að sögn greinanda. Gengi hlutabréfa Play rauk upp við opnun markaða í morgun. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital. Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital.
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira