Sannfærð um sakleysi eiginmannsins og segir hann hetjuna sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 13:33 Ása og dóttir hennar Victoria á skrifstofu lögmanns Ásu í Central Islip í New York. Getty/Newsday/James Carbone Ása Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, er fullviss um að hann sé saklaus. Hún segir hann vera hetju sína og að hún hafi orðið ástfangin af honum upp á nýtt þegar hún sá hann fyrst á bak við lás og slá. Ása veitti heimildaþáttagerðarmönnum viðtal þar sem hún ræðir morðin og fjölskyldulífið. Hún segir rangan mann í haldi. Þáttaröðin The Gilgo Beach Killer: House of Secrets kemur út á morgun en stiklu úr þáttunum má sjá hér að neðan. Í þáttunum segir hún að „dásamlegi“ eiginmaður hennar sé ekki „skrímslið“ sem myrti og limlesti sjö vændiskonur á Long Island í New York-ríki yfir þrjátíu ára skeið. „Ég veit hvað vondir menn eru færir um að gera. Ég hef séð það og heyrt af því frá öðrum mönnum. Ekki eiginmaður minn. Þið eruð með rangan mann,“ segir hún. Ása Ellerup er 61 árs gömul ættleidd dóttir íslenskra innflytjenda til Bandaríkjanna. Hún sótti um skilnað skömmu eftir handtöku Heuermann. Hún segist hafa gert það til að vernda eigur þeirra hjóna en hún er sannfærð um sakleysi mannsins síns. „Ég vil fá hann aftur heim,“ segir hún. „„Þú hlýtur að hafa vitað.“ Vitað hvað? Maðurinn minn var hérna heima. Hann er fjölskyldumaður, punktur,“ segir hún. Haugur af sönnunargögnum New York Post fjallar um málið. Þar segir að Heuermann hafi verið handtekinn í júlí ársins 2023 á skrifstofu sinni á Manhattan. Þar rak hann arkítektúrstofu. Hann var ákærður fyrir morðin á þremur vændiskonum. Síðar var hann ákærður fyrir morð og limlestingu á fjórum fórnarlömbum til viðbótar. Þau voru öll vændiskonur. Hann á að hafa geymt fréttaúrklippur þar sem fjallað var um morðin í bílskúr þeirra hjóna. Ása trúir enn heitt á sakleysi eiginmannsins síns og það þrátt fyrir „haug af sönnunargögnum,“ eins og New York Post lýsir því. Erfðaefni hefur fundist á líkum hinna myrtu, ekki aðeins af Heuermann heldur einnig Ásu sjálfri og dóttur þeirra Victoriu. Í þáttunum er greint frá því að þau hjón hafi kynnst þegar Ása var átján ára gömul og vann í verslun 7-11 á Long Island. Þau hafi myndað sterka tengingu sem varð að ástarsambandi en þau voru bæði gift þegar þau kynntust. Þau giftu sig í Svíþjóð árið 1995. Ása segir að sér hafi verið nauðgað af bekkjarfélaga þegar hún var sextán ára gömul og að í kjölfarið hafi hún gert sjálfsvígstilraun. Hún hafi einnig þurft að fela sig í ruslagámi í fleiri klukkustundir þegar reynt var að ræna henni þegar hún var nítján ára gömul en Heuermann hafi komið henni til bjargar. „Hann er hetjan mín,“ segir Ása. Fyrsta fangelsisheimsóknin eins og fyrsta stefnumótið Samkvæmt umfjöllun New York Post er Ása í afneitun varðandi ýmislegt sem fram hefur komið við rannsókn málsins. Á heimili þeirra hefur meðal annars fundið gróft og ansi brenglað klám. Ása segist ekki vita hvort að efnið hafi verið í vörslu Heuermann. Hún segist jafnframt ekki trúað því að hann átt viðskipti við vændiskonur. Ása sótti líkt og fyrr segir um skilnað stuttu eftir handtöku Heuermann en hún talar samt sem áður reglulega við hann í síma. „Ég hef ekki séð hann svo lengi og þegar ég fór þangað niður eftir var ég spennt. Ég var eins og á fyrsta stefnumóti. Maður er taugaveiklaður, maður er hræddur. Maður veit ekki hvernig stefnumótið á eftir að verða,“ segir hún. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. 17. október 2024 10:22 Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Ása veitti heimildaþáttagerðarmönnum viðtal þar sem hún ræðir morðin og fjölskyldulífið. Hún segir rangan mann í haldi. Þáttaröðin The Gilgo Beach Killer: House of Secrets kemur út á morgun en stiklu úr þáttunum má sjá hér að neðan. Í þáttunum segir hún að „dásamlegi“ eiginmaður hennar sé ekki „skrímslið“ sem myrti og limlesti sjö vændiskonur á Long Island í New York-ríki yfir þrjátíu ára skeið. „Ég veit hvað vondir menn eru færir um að gera. Ég hef séð það og heyrt af því frá öðrum mönnum. Ekki eiginmaður minn. Þið eruð með rangan mann,“ segir hún. Ása Ellerup er 61 árs gömul ættleidd dóttir íslenskra innflytjenda til Bandaríkjanna. Hún sótti um skilnað skömmu eftir handtöku Heuermann. Hún segist hafa gert það til að vernda eigur þeirra hjóna en hún er sannfærð um sakleysi mannsins síns. „Ég vil fá hann aftur heim,“ segir hún. „„Þú hlýtur að hafa vitað.“ Vitað hvað? Maðurinn minn var hérna heima. Hann er fjölskyldumaður, punktur,“ segir hún. Haugur af sönnunargögnum New York Post fjallar um málið. Þar segir að Heuermann hafi verið handtekinn í júlí ársins 2023 á skrifstofu sinni á Manhattan. Þar rak hann arkítektúrstofu. Hann var ákærður fyrir morðin á þremur vændiskonum. Síðar var hann ákærður fyrir morð og limlestingu á fjórum fórnarlömbum til viðbótar. Þau voru öll vændiskonur. Hann á að hafa geymt fréttaúrklippur þar sem fjallað var um morðin í bílskúr þeirra hjóna. Ása trúir enn heitt á sakleysi eiginmannsins síns og það þrátt fyrir „haug af sönnunargögnum,“ eins og New York Post lýsir því. Erfðaefni hefur fundist á líkum hinna myrtu, ekki aðeins af Heuermann heldur einnig Ásu sjálfri og dóttur þeirra Victoriu. Í þáttunum er greint frá því að þau hjón hafi kynnst þegar Ása var átján ára gömul og vann í verslun 7-11 á Long Island. Þau hafi myndað sterka tengingu sem varð að ástarsambandi en þau voru bæði gift þegar þau kynntust. Þau giftu sig í Svíþjóð árið 1995. Ása segir að sér hafi verið nauðgað af bekkjarfélaga þegar hún var sextán ára gömul og að í kjölfarið hafi hún gert sjálfsvígstilraun. Hún hafi einnig þurft að fela sig í ruslagámi í fleiri klukkustundir þegar reynt var að ræna henni þegar hún var nítján ára gömul en Heuermann hafi komið henni til bjargar. „Hann er hetjan mín,“ segir Ása. Fyrsta fangelsisheimsóknin eins og fyrsta stefnumótið Samkvæmt umfjöllun New York Post er Ása í afneitun varðandi ýmislegt sem fram hefur komið við rannsókn málsins. Á heimili þeirra hefur meðal annars fundið gróft og ansi brenglað klám. Ása segist ekki vita hvort að efnið hafi verið í vörslu Heuermann. Hún segist jafnframt ekki trúað því að hann átt viðskipti við vændiskonur. Ása sótti líkt og fyrr segir um skilnað stuttu eftir handtöku Heuermann en hún talar samt sem áður reglulega við hann í síma. „Ég hef ekki séð hann svo lengi og þegar ég fór þangað niður eftir var ég spennt. Ég var eins og á fyrsta stefnumóti. Maður er taugaveiklaður, maður er hræddur. Maður veit ekki hvernig stefnumótið á eftir að verða,“ segir hún.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. 17. október 2024 10:22 Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48
Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. 17. október 2024 10:22
Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00