Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 10:22 Rex A. Heuermann í dómsal í gær. AP/James Carbone Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. Héraðssaksóknarinn lýsti því yfir í dómsal að hann þyrfti meiri peninga vegna málsins, sem hefði reynst embætti hans mjög kostnaðarsamt. Alríkisyfirvöld Bandaríkjanna hefðu fryst þrettán milljónir dala í sjóðum embættisins árið 2020, áður en hann tók við, vegna rannsóknar. Ray Tierney, umræddur saksóknari, sagðist þurfa að leita á náðir dómsmálaráðuneytisins því málaferlunum fylgdi gífurlega mikil vinna vegna laga sem hann sagði „fáránleg“. Giftur íslenskri konu Þetta var í annað sinn sem Heuermann mætti í dómstól síðan hann var ákærður í fyrra. Hann hefur setið í einangrun í fangelsi frá því hann var upprunalega handtekinn. Heuermann, sem er 61 árs gamall, er giftur íslenskri konu. Hún sótti um skilnað eftir að hann var handtekinn og ákærður í fyrra en er enn sögð heimsækja Heuermann reglulega. Hún var ekki í dómsal í gær. Samkvæmt lögmanni hennar sem ræddi við blaðamann héraðsmiðilsins ABC 7 var Ása Ellerup í Suður-Karólínu í gær, í persónulegum erindagjörðum. Michael Brown, lögmaður Heuermann, sagði skjólstæðing sinn spenntan fyrir því að geta sannað sakleysi sitt en að Heuermann væri meðvitaður um að ferlið myndi taka langan tíma. Fyrst ákærður fyrir þrjú morð Hann var upprunalega ákærður fyrir að myrða þrjár konur í Gilgo Beach málinu svokallaða. Hann var síðar ákærður fyrir að myrða fjórðu konuna og í sumar var síðan tveimur morðum til viðbótar bætt við. Í heildina er Heuermann sakaður um að hafa myrt sex konur en mun fleiri lík fundust á svæðinu og er til rannsóknar hvort Heuermann tengist þeim einnig. Lík fjögurra kvenna fundust á Gilgo Beach árið 2010. Það voru þær Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009, Megan Waterman sem hvarf árið 2010 og Amber Costello sem hvarf sama ár. Þar að auki var hann ákærður fyrir að myrða Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007. Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Michael Brown, lögmaður Heuermann, sagði í gær að mögulega vildu þeir færa réttarhöldin milli sýslna.AP/James Carbone Vilja mögulega flytja réttarhöldin Rannsókn á þessum morðum hafði lengi legið í nokkurskonar dvala þegar sérstakt rannsóknarteymi var stofnað árið 2021. Umfangsmikil rannsókn á símagögnum sem tengdust málinu komu rannsakendum á spor Heuermann. Hann var svo tengdur við morðin með lífsýnum, vitnisburði, leitum hans á internetinu og öðrum gögnum. Í sumar var Heuermann svo ákærður í tveimur málum til viðbótar. Hann var ákærður fyrir að myrða Söndru Costilla árið 1993 og Jessicu Taylor árið 2003. Sjá einnig: Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Tierney sagði einnig í gær að mögulegt væri að fleiri ákærum yrði bætt við í framtíðinni, enda væru nokkrar rannsóknir enn yfirstandandi. Brown ítrekaði í dómsalnum að hann og Heuermann vildu að aðskilja ákærurnar sex. Réttað yrði yfir Heuermann vegna morðanna tveggja sem bætt var við málið í sumar sérstaklega. Þær ákærður yrðu aðskilidar hinum fjórum. Lögmaðurinn sagði að sönnunargögnin í þeim tveimur málum væru sérstaklega léleg. Þá sagði hann einnig til skoðunar að biðja um að réttarhöldin yrðu færð, þar sem ólíklegt væri að Heuermann fengi sanngjörn réttarhöld í Suffolksýslu. Búið væri að „eitra“ málið í hugum mögulegra kviðdómenda. Mæta næst í dómsal í desember Næsta fyrirtaka mun fara fram þann 17. desember. Dómarinn sagði í gær að þá vildi hann geta sagt til um hvenær aðalmeðferðin sjálf ætti að hefjast. Tierney, saksóknarinn, sagði þá dagskrá „metnaðarfulla“ vegna „fáránlegra“ laga sem sneru að því að hann þyrfti að afhenda lögmanni Heuermann hvert einasta bréfsnifsi sem tengdist málinu. Það væri gífurlegt magn, enda væri hægt að rekja málið allt til ársins 1993. Heuermann mun einnig mæta fyrir dómara í vor, samkvæmt frétt CBS News, en þá ætlar Michael Brown, verjandi hans, að halda því fram að greining á lífsýnum sem bendlaði Heuermann upprunalega við málið, sé gölluð og líkist „töfrum“. Brown hefur haldið því fram að aðferðin sem notuð var til að tengja hár sem fundust við Heuermann hafi ekki verið sannreynd og að dómarinn þurfi að taka afstöðu gagnvart því. Bandaríkin Erlend sakamál Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00 Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Héraðssaksóknarinn lýsti því yfir í dómsal að hann þyrfti meiri peninga vegna málsins, sem hefði reynst embætti hans mjög kostnaðarsamt. Alríkisyfirvöld Bandaríkjanna hefðu fryst þrettán milljónir dala í sjóðum embættisins árið 2020, áður en hann tók við, vegna rannsóknar. Ray Tierney, umræddur saksóknari, sagðist þurfa að leita á náðir dómsmálaráðuneytisins því málaferlunum fylgdi gífurlega mikil vinna vegna laga sem hann sagði „fáránleg“. Giftur íslenskri konu Þetta var í annað sinn sem Heuermann mætti í dómstól síðan hann var ákærður í fyrra. Hann hefur setið í einangrun í fangelsi frá því hann var upprunalega handtekinn. Heuermann, sem er 61 árs gamall, er giftur íslenskri konu. Hún sótti um skilnað eftir að hann var handtekinn og ákærður í fyrra en er enn sögð heimsækja Heuermann reglulega. Hún var ekki í dómsal í gær. Samkvæmt lögmanni hennar sem ræddi við blaðamann héraðsmiðilsins ABC 7 var Ása Ellerup í Suður-Karólínu í gær, í persónulegum erindagjörðum. Michael Brown, lögmaður Heuermann, sagði skjólstæðing sinn spenntan fyrir því að geta sannað sakleysi sitt en að Heuermann væri meðvitaður um að ferlið myndi taka langan tíma. Fyrst ákærður fyrir þrjú morð Hann var upprunalega ákærður fyrir að myrða þrjár konur í Gilgo Beach málinu svokallaða. Hann var síðar ákærður fyrir að myrða fjórðu konuna og í sumar var síðan tveimur morðum til viðbótar bætt við. Í heildina er Heuermann sakaður um að hafa myrt sex konur en mun fleiri lík fundust á svæðinu og er til rannsóknar hvort Heuermann tengist þeim einnig. Lík fjögurra kvenna fundust á Gilgo Beach árið 2010. Það voru þær Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009, Megan Waterman sem hvarf árið 2010 og Amber Costello sem hvarf sama ár. Þar að auki var hann ákærður fyrir að myrða Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007. Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Michael Brown, lögmaður Heuermann, sagði í gær að mögulega vildu þeir færa réttarhöldin milli sýslna.AP/James Carbone Vilja mögulega flytja réttarhöldin Rannsókn á þessum morðum hafði lengi legið í nokkurskonar dvala þegar sérstakt rannsóknarteymi var stofnað árið 2021. Umfangsmikil rannsókn á símagögnum sem tengdust málinu komu rannsakendum á spor Heuermann. Hann var svo tengdur við morðin með lífsýnum, vitnisburði, leitum hans á internetinu og öðrum gögnum. Í sumar var Heuermann svo ákærður í tveimur málum til viðbótar. Hann var ákærður fyrir að myrða Söndru Costilla árið 1993 og Jessicu Taylor árið 2003. Sjá einnig: Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Tierney sagði einnig í gær að mögulegt væri að fleiri ákærum yrði bætt við í framtíðinni, enda væru nokkrar rannsóknir enn yfirstandandi. Brown ítrekaði í dómsalnum að hann og Heuermann vildu að aðskilja ákærurnar sex. Réttað yrði yfir Heuermann vegna morðanna tveggja sem bætt var við málið í sumar sérstaklega. Þær ákærður yrðu aðskilidar hinum fjórum. Lögmaðurinn sagði að sönnunargögnin í þeim tveimur málum væru sérstaklega léleg. Þá sagði hann einnig til skoðunar að biðja um að réttarhöldin yrðu færð, þar sem ólíklegt væri að Heuermann fengi sanngjörn réttarhöld í Suffolksýslu. Búið væri að „eitra“ málið í hugum mögulegra kviðdómenda. Mæta næst í dómsal í desember Næsta fyrirtaka mun fara fram þann 17. desember. Dómarinn sagði í gær að þá vildi hann geta sagt til um hvenær aðalmeðferðin sjálf ætti að hefjast. Tierney, saksóknarinn, sagði þá dagskrá „metnaðarfulla“ vegna „fáránlegra“ laga sem sneru að því að hann þyrfti að afhenda lögmanni Heuermann hvert einasta bréfsnifsi sem tengdist málinu. Það væri gífurlegt magn, enda væri hægt að rekja málið allt til ársins 1993. Heuermann mun einnig mæta fyrir dómara í vor, samkvæmt frétt CBS News, en þá ætlar Michael Brown, verjandi hans, að halda því fram að greining á lífsýnum sem bendlaði Heuermann upprunalega við málið, sé gölluð og líkist „töfrum“. Brown hefur haldið því fram að aðferðin sem notuð var til að tengja hár sem fundust við Heuermann hafi ekki verið sannreynd og að dómarinn þurfi að taka afstöðu gagnvart því.
Bandaríkin Erlend sakamál Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00 Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00
Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32
Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent