Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2025 08:51 Boeing 737 Max-þota Icelandair við nýju flugstöðina í Nuuk síðastliðinn mánudag. Icelandair Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq. Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq.
Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42