Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2025 06:48 Ein af mörgum sprengingum næturinnar eftir árásir Rússa í Kænugarði. AP/Evgeniy Maloletka Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira