Allt snýst um McTominay í Skotlandi: „Reif Serie A í sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2025 15:02 McTominay á æfingu dagsins. Skosku miðlarnir eru með æði fyrir kappanum. Craig Williamson/SNS Group via Getty Images Framganga Skotans Scott McTominay er nánast það eina sem kemst að í Skotlandi þessa dagana í aðdraganda landsleiks Íslands við heimamenn á Hampden Park annað kvöld. Andrew Robertson hrósar honum í hástert. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira