Allt snýst um McTominay í Skotlandi: „Reif Serie A í sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2025 15:02 McTominay á æfingu dagsins. Skosku miðlarnir eru með æði fyrir kappanum. Craig Williamson/SNS Group via Getty Images Framganga Skotans Scott McTominay er nánast það eina sem kemst að í Skotlandi þessa dagana í aðdraganda landsleiks Íslands við heimamenn á Hampden Park annað kvöld. Andrew Robertson hrósar honum í hástert. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu