„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 12:19 Víðir fór fram á frestun brottvísunar Oscars Bocanegra í síðustu viku. Sigmar segist sýna ákvörðun hans skilning. Vísir/Samsett Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Ríkisborgararéttur Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Ríkisborgararéttur Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira