„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 12:19 Víðir fór fram á frestun brottvísunar Oscars Bocanegra í síðustu viku. Sigmar segist sýna ákvörðun hans skilning. Vísir/Samsett Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira