Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júní 2025 15:34 Karol Nawrocki bar nauman sigur úr býtum, rétt tæpt 51 prósent atkvæða. AP/Czarek Sokolowski Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu. Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu.
Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira