Fyrirliði Man. Utd íhugar alvarlega risatilboð frá Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 09:32 Bruno Fernandes hefur verið besti leikmaður Manchester United síðustu ár en gæti verið á förum frá félaginu. Getty/Annice Lyn Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og samþykkja gríðarhátt tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Hann gæti spilað með liðinu á HM félagsliða í júní. Virtir miðlar á borð við BBC og The Athletic fjalla um þetta í dag og ljóst að hinn þrítugi Fernandes, sem er með samning við United til 2027 með möguleika á árs framlengingu, virðist tilbúinn að hugsa sér til hreyfings. Fulltrúar Portúgalans munu hafa hitt forráðamenn Al-Hilal á undanförnum dögum til nánari viðræðna, á meðan United-liðið er í ferðalagi sínu í Asíu. Það er líka spurning hvort Fernandes hafi heyrt í vini sínum Jóhanni Berg Guðmundssyni og spurt út í tilveruna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt BBC er Manchester United „afslappað“ yfir stöðunni og hugsanlega tilbúið að missa Fernandes, jafnvel þó að hann hafi verið valinn leikmaður ársins fjögur ár í röð og mögulega séð til þess að liðið lenti ekki hreinlega í fallhættu í vetur. Ruben Amorim, sem lýst hafi yfir áhuga á að halda Fernandes, viti vel að með því að selja Fernandes fyrir 80 milljónir punda opnist möguleikar á að endurnýja leikmannahópinn almennilega. Bruno Fernandes’ Manchester United career to date by numbers:290 games 702 chances created 182 goals involvements 98 goals 84 assists 4 POTS awards 2 trophies If this is the end, thank you. 🫡 pic.twitter.com/bG5ddo84DU— SimplyUtd (@SimplyUtd) May 30, 2025 Amorim var spurður út í stöðuna á Fernandes, í Asíuferð United, og svaraði: „Við tölum oft um þetta. Þið sjáið það alveg á frammistöðunni. Þið sjáið það á leiðtogahæfninni. Þið sjáið ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum. Á erfiðum augnablikum er Bruno alltaf sá sem axlar ábyrgð. Hann ætti líka gera það því hann er fyrirliðinn.“ Þó að Fernandes sé einn launahæsti leikmaður United þá er talið að hann myndi tvöfalda laun sín með því að samþykkja að fara til Sádi-Arabíu. Forráðamenn Al-Hilal eru staðráðnir í að sækja stórstjörnu áður en HM félagsliða hefst, þar sem liðið mætir Real Madrid, Red Bull Salzburg og Pachuca frá Mexíkó í riðlakeppninni. Fernandes skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur og hefur alls skorað 98 mörk í 290 leikjum síðan United keypti hann frá Sporting Lissabon í janúar 2020, fyrir 47 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Virtir miðlar á borð við BBC og The Athletic fjalla um þetta í dag og ljóst að hinn þrítugi Fernandes, sem er með samning við United til 2027 með möguleika á árs framlengingu, virðist tilbúinn að hugsa sér til hreyfings. Fulltrúar Portúgalans munu hafa hitt forráðamenn Al-Hilal á undanförnum dögum til nánari viðræðna, á meðan United-liðið er í ferðalagi sínu í Asíu. Það er líka spurning hvort Fernandes hafi heyrt í vini sínum Jóhanni Berg Guðmundssyni og spurt út í tilveruna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt BBC er Manchester United „afslappað“ yfir stöðunni og hugsanlega tilbúið að missa Fernandes, jafnvel þó að hann hafi verið valinn leikmaður ársins fjögur ár í röð og mögulega séð til þess að liðið lenti ekki hreinlega í fallhættu í vetur. Ruben Amorim, sem lýst hafi yfir áhuga á að halda Fernandes, viti vel að með því að selja Fernandes fyrir 80 milljónir punda opnist möguleikar á að endurnýja leikmannahópinn almennilega. Bruno Fernandes’ Manchester United career to date by numbers:290 games 702 chances created 182 goals involvements 98 goals 84 assists 4 POTS awards 2 trophies If this is the end, thank you. 🫡 pic.twitter.com/bG5ddo84DU— SimplyUtd (@SimplyUtd) May 30, 2025 Amorim var spurður út í stöðuna á Fernandes, í Asíuferð United, og svaraði: „Við tölum oft um þetta. Þið sjáið það alveg á frammistöðunni. Þið sjáið það á leiðtogahæfninni. Þið sjáið ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum. Á erfiðum augnablikum er Bruno alltaf sá sem axlar ábyrgð. Hann ætti líka gera það því hann er fyrirliðinn.“ Þó að Fernandes sé einn launahæsti leikmaður United þá er talið að hann myndi tvöfalda laun sín með því að samþykkja að fara til Sádi-Arabíu. Forráðamenn Al-Hilal eru staðráðnir í að sækja stórstjörnu áður en HM félagsliða hefst, þar sem liðið mætir Real Madrid, Red Bull Salzburg og Pachuca frá Mexíkó í riðlakeppninni. Fernandes skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur og hefur alls skorað 98 mörk í 290 leikjum síðan United keypti hann frá Sporting Lissabon í janúar 2020, fyrir 47 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira