Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 13:33 Skiptar skoðanir eru á framtíð Heiðmerkur en áform eru um að takmarka bílaumferð og girða af stærra svæði en áður í þágu vatnsverndar. Vísir/Vilhelm Jarðfræðingur segir svæði sem Veitur áforma um að girða af í Heiðmörk í þágu vatnsverndar óþarflega stórt. Hann leggur endurskilgreiningu vatnsverndarsvæðisins og bindur vonir við að Veitur, sem standa fyrir breytingunum, hinkri með framkvæmdir í Heiðmörk. Sjálfbærnistjóri segir forgangsröðunina einfalda; vatnið fyrst og aðrir hagsmunir síðan. Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir málþingi vegna breytinganna í Norræna húsinu í gær. Fulltrúum Veitna og Orkuveitu Reykjavíkur var boðin þátttaka í málþinginu en afþökkuðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stjórnarkona í Skógræktarfélaginu sagði eftir fundinn að breytingarnar takmarki aðgengi að útivistarsvæðinu verulega. Félagið vilji auka aðgengi að svæðinu en ekki takmarka. Hún bendir á að engar almenningssamgöngur gangi að Heiðmörk. „Það langar engan að hafa hringakstur inni í Heiðmörkinni eða akstur þar sem verið er að þyrla ryki eins og stundum þegar það er mikill gegnumakstur. Það er hægt að gera margt til þess að takmarka umferð þarna en það má ekki takmarka möguleika fólks til að koma inn í Heiðmörkina. Skóla, börn, barnaafmæli, eldra fólk, fatlaða. Þeir verða að eiga möguleika á greiðri innkomu inn í Heiðmörk.“ Skynsamlegt að endurmeta stöðuna Árni Hjartarson jarðfræðingur fjallaði um stækkun vatnsverndarsvæðisins á málþinginu. Hann segir sambúð skógræktarinnar og vatnsöflunarinnar hafa staðið yfir á svæðinu áfallalaust í um 75 ár. Gangi áform Veitna um að stækka girðingu í kringum Myllulækjarvatnsbólið eftir lokist hinn svokallaði ríkishringur, ein aðal gönguleiðin á svæðinu. „Samkvæmt reglum eiga þeir að girða af allt verndarsvæðið og hafa ákveðið að gera það. Það hefur eitthvað skort á samræður og samráð milli aðila,“ segir Árni. Hann gerir athugasemd við stærð svæðisins sem til stendur að girða. „Í raun er þetta grunnsvæði eða verndarsvæði í kringum vatnsbólið skilgreint óþarflega stórt. Þannig að það væri alveg hægt að endurskilgreina verndarsvæðið og hafa það minna en það er núna á pappírunum. Og komast af með mun þrengri girðingu.“ Árni segir Skógræktarfélagið og Veitur hæglega getað komist að samkomulagi um framtíð Heiðmerkur þannig að allir gangi sáttir frá borði. Til að mynda sé hægt að færa alla vatnsupptökuna af Myllulækjarsvæðinu upp í Vatnsendakrika. Hann segir skynsamlegt ef Veitur tækju umrædd sjónarmið til greina og frestuðu fyrirhuguðum framkvæmdum í sumar. „Það væri skynsamlegt af þeim að hinkra aðeins og endurmeta stöðuna.“ Vatnið fyrst, svo hitt Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar birti skoðunarpistil á Vísi í gær þar sem hann tók í sama streng og Árni um gott samstarf skógræktarinnar en segir breytingar sem fela í sér færslu á vatnsbólinu ótækar. Hann segir að á fyrstu áratugum vatnsveitunnar í Heiðmörk hafi frístundabyggð verið byggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, og á sama tíma hafi Suðurlandsvegur verið lagður með ört vaxandi umferð og háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna. Í leið hafi útivist á svæðinu farið ört vaxandi. „Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir.“ Hann segir tillögu um að færa vatnsbólið þá fyrstu í meira en öld. „Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa.“ Vatn Reykjavík Garðabær Kópavogur Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Tengdar fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir málþingi vegna breytinganna í Norræna húsinu í gær. Fulltrúum Veitna og Orkuveitu Reykjavíkur var boðin þátttaka í málþinginu en afþökkuðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stjórnarkona í Skógræktarfélaginu sagði eftir fundinn að breytingarnar takmarki aðgengi að útivistarsvæðinu verulega. Félagið vilji auka aðgengi að svæðinu en ekki takmarka. Hún bendir á að engar almenningssamgöngur gangi að Heiðmörk. „Það langar engan að hafa hringakstur inni í Heiðmörkinni eða akstur þar sem verið er að þyrla ryki eins og stundum þegar það er mikill gegnumakstur. Það er hægt að gera margt til þess að takmarka umferð þarna en það má ekki takmarka möguleika fólks til að koma inn í Heiðmörkina. Skóla, börn, barnaafmæli, eldra fólk, fatlaða. Þeir verða að eiga möguleika á greiðri innkomu inn í Heiðmörk.“ Skynsamlegt að endurmeta stöðuna Árni Hjartarson jarðfræðingur fjallaði um stækkun vatnsverndarsvæðisins á málþinginu. Hann segir sambúð skógræktarinnar og vatnsöflunarinnar hafa staðið yfir á svæðinu áfallalaust í um 75 ár. Gangi áform Veitna um að stækka girðingu í kringum Myllulækjarvatnsbólið eftir lokist hinn svokallaði ríkishringur, ein aðal gönguleiðin á svæðinu. „Samkvæmt reglum eiga þeir að girða af allt verndarsvæðið og hafa ákveðið að gera það. Það hefur eitthvað skort á samræður og samráð milli aðila,“ segir Árni. Hann gerir athugasemd við stærð svæðisins sem til stendur að girða. „Í raun er þetta grunnsvæði eða verndarsvæði í kringum vatnsbólið skilgreint óþarflega stórt. Þannig að það væri alveg hægt að endurskilgreina verndarsvæðið og hafa það minna en það er núna á pappírunum. Og komast af með mun þrengri girðingu.“ Árni segir Skógræktarfélagið og Veitur hæglega getað komist að samkomulagi um framtíð Heiðmerkur þannig að allir gangi sáttir frá borði. Til að mynda sé hægt að færa alla vatnsupptökuna af Myllulækjarsvæðinu upp í Vatnsendakrika. Hann segir skynsamlegt ef Veitur tækju umrædd sjónarmið til greina og frestuðu fyrirhuguðum framkvæmdum í sumar. „Það væri skynsamlegt af þeim að hinkra aðeins og endurmeta stöðuna.“ Vatnið fyrst, svo hitt Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar birti skoðunarpistil á Vísi í gær þar sem hann tók í sama streng og Árni um gott samstarf skógræktarinnar en segir breytingar sem fela í sér færslu á vatnsbólinu ótækar. Hann segir að á fyrstu áratugum vatnsveitunnar í Heiðmörk hafi frístundabyggð verið byggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, og á sama tíma hafi Suðurlandsvegur verið lagður með ört vaxandi umferð og háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna. Í leið hafi útivist á svæðinu farið ört vaxandi. „Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir.“ Hann segir tillögu um að færa vatnsbólið þá fyrstu í meira en öld. „Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa.“
Vatn Reykjavík Garðabær Kópavogur Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Tengdar fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32