Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 19:14 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Arnar Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“ Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira