Vatnsból

„Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“
Íbúi á Stöðvarfirði segir alvarlegt að Stöðfirðingar hafi ekki verið upplýstir strax um gerlamengun í neysluvatni. Fólki finnist það ekki geta treyst sveitarfélaginu til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og ábyrgðinni sé varpað á íbúa.

Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa
Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði hafa fengið magapest vegna gerlamengunar sem mældist í neysluvatninu. Oddviti minnihlutans segir óheppilegt að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant og væntir þess að málið sé í hæsta forgangi hjá framkvæmdavaldinu.

Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk
Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið nokkuð umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda en félagið gerir athugasemdir við að umrædd framkvæmd fari ekki í gegnum deiliskipulag.

Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk
Náttúruverndarsamtökin Landvernd gagnrýna fyrirhugaðar skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk. Þau telja útivistargildið verðmætasta þátt svæðisins og segja langan veg frá því að lokanir eins og Veitur stefni að geti talist nauðsynlegar.

Hefur skilning á báðum sjónarmiðum í Heiðmerkurmálinu
Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi við útivistarsvæðið í Heiðmörk þar sem til stendur að girða af stór svæði í þágu vatnsverndar hafa vakið hörð viðbrög. Oddviti Pírata í borgarstjórn kveðst hugsi yfir skotgröfunum sem málið hefur lagst í, en hún hefur mikinn skilning á báðum sjónarmiðum sem takast á.

Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“
Jarðfræðingur segir svæði sem Veitur áforma um að girða af í Heiðmörk í þágu vatnsverndar óþarflega stórt. Hann leggur endurskilgreiningu vatnsverndarsvæðisins og bindur vonir við að Veitur, sem standa fyrir breytingunum, hinkri með framkvæmdir í Heiðmörk. Sjálfbærnistjóri segir forgangsröðunina einfalda; vatnið fyrst og aðrir hagsmunir síðan.

Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk
Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni.

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk.

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar.

Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng
Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum.

Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar
Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu.

Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar
Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi.