Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Árni Sæberg skrifar 27. maí 2025 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Morgunblaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum í morgun að Þorbjörg Sigríður hefði boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararríkissaksóknara stöðu vararíkislögreglustjóra til þess að lægja öldurnar á skrifstofu Ríkissaksóknara. Ekki hefur verið skipað í stöðu vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010. Hefur setið auðum höndum í fleiri mánuði Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Málið sé lagalega flókið Þorbjörg Sigríður ræddi málið við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Er þetta rétt, sem hefur hefur verið greint frá í morgun? „Ég get ekki tjáð mig um það. Ég get hins vegar sagt að ég hef átt fundi með vararíkissaksóknara um stöðuna og lagt ákveðnar tillögur á borð, eins og hann hefur raunar staðfest sjálfur í fjölmiðlum. Það eru allnokkrar vikur síðan það var og ég á von á niðurstöðu á allra næstu dögum.“ Verkefni hennar í málinu hafi alltaf verið að tryggja það að ákæruvaldið sé áfram starfhæft í landinu og að varðveita traust og trúverðugleika þess. Hún eigi von á því að einhverjar lyktir fáist fljótlega í „þessu lagalega flókna máli.“ Gefur ekkert upp um samskipti við Ríkislögreglustjóra Getur þú sagt okkur hvort þú hafir fundað með Ríkislögreglustjóra um þetta mál? „Um þetta tiltekna mál? Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ segir dómsmálaráðherra en ítrekar að von sé á niðurstöðu í málinu á allra næstu dögum. Vísir hefur ekki náð tali að Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málsins. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um málið. Öllum fyrirspurnum um það skuli beint til ráðuneytisins. Þá hefur ekki náðst í Helga Magnús. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Morgunblaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum í morgun að Þorbjörg Sigríður hefði boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararríkissaksóknara stöðu vararíkislögreglustjóra til þess að lægja öldurnar á skrifstofu Ríkissaksóknara. Ekki hefur verið skipað í stöðu vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010. Hefur setið auðum höndum í fleiri mánuði Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Málið sé lagalega flókið Þorbjörg Sigríður ræddi málið við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Er þetta rétt, sem hefur hefur verið greint frá í morgun? „Ég get ekki tjáð mig um það. Ég get hins vegar sagt að ég hef átt fundi með vararíkissaksóknara um stöðuna og lagt ákveðnar tillögur á borð, eins og hann hefur raunar staðfest sjálfur í fjölmiðlum. Það eru allnokkrar vikur síðan það var og ég á von á niðurstöðu á allra næstu dögum.“ Verkefni hennar í málinu hafi alltaf verið að tryggja það að ákæruvaldið sé áfram starfhæft í landinu og að varðveita traust og trúverðugleika þess. Hún eigi von á því að einhverjar lyktir fáist fljótlega í „þessu lagalega flókna máli.“ Gefur ekkert upp um samskipti við Ríkislögreglustjóra Getur þú sagt okkur hvort þú hafir fundað með Ríkislögreglustjóra um þetta mál? „Um þetta tiltekna mál? Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ segir dómsmálaráðherra en ítrekar að von sé á niðurstöðu í málinu á allra næstu dögum. Vísir hefur ekki náð tali að Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málsins. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um málið. Öllum fyrirspurnum um það skuli beint til ráðuneytisins. Þá hefur ekki náðst í Helga Magnús.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45