Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Árni Sæberg skrifar 27. maí 2025 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Morgunblaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum í morgun að Þorbjörg Sigríður hefði boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararríkissaksóknara stöðu vararíkislögreglustjóra til þess að lægja öldurnar á skrifstofu Ríkissaksóknara. Ekki hefur verið skipað í stöðu vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010. Hefur setið auðum höndum í fleiri mánuði Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Málið sé lagalega flókið Þorbjörg Sigríður ræddi málið við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Er þetta rétt, sem hefur hefur verið greint frá í morgun? „Ég get ekki tjáð mig um það. Ég get hins vegar sagt að ég hef átt fundi með vararíkissaksóknara um stöðuna og lagt ákveðnar tillögur á borð, eins og hann hefur raunar staðfest sjálfur í fjölmiðlum. Það eru allnokkrar vikur síðan það var og ég á von á niðurstöðu á allra næstu dögum.“ Verkefni hennar í málinu hafi alltaf verið að tryggja það að ákæruvaldið sé áfram starfhæft í landinu og að varðveita traust og trúverðugleika þess. Hún eigi von á því að einhverjar lyktir fáist fljótlega í „þessu lagalega flókna máli.“ Gefur ekkert upp um samskipti við Ríkislögreglustjóra Getur þú sagt okkur hvort þú hafir fundað með Ríkislögreglustjóra um þetta mál? „Um þetta tiltekna mál? Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ segir dómsmálaráðherra en ítrekar að von sé á niðurstöðu í málinu á allra næstu dögum. Vísir hefur ekki náð tali að Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málsins. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um málið. Öllum fyrirspurnum um það skuli beint til ráðuneytisins. Þá hefur ekki náðst í Helga Magnús. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Morgunblaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum í morgun að Þorbjörg Sigríður hefði boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararríkissaksóknara stöðu vararíkislögreglustjóra til þess að lægja öldurnar á skrifstofu Ríkissaksóknara. Ekki hefur verið skipað í stöðu vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010. Hefur setið auðum höndum í fleiri mánuði Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Málið sé lagalega flókið Þorbjörg Sigríður ræddi málið við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Er þetta rétt, sem hefur hefur verið greint frá í morgun? „Ég get ekki tjáð mig um það. Ég get hins vegar sagt að ég hef átt fundi með vararíkissaksóknara um stöðuna og lagt ákveðnar tillögur á borð, eins og hann hefur raunar staðfest sjálfur í fjölmiðlum. Það eru allnokkrar vikur síðan það var og ég á von á niðurstöðu á allra næstu dögum.“ Verkefni hennar í málinu hafi alltaf verið að tryggja það að ákæruvaldið sé áfram starfhæft í landinu og að varðveita traust og trúverðugleika þess. Hún eigi von á því að einhverjar lyktir fáist fljótlega í „þessu lagalega flókna máli.“ Gefur ekkert upp um samskipti við Ríkislögreglustjóra Getur þú sagt okkur hvort þú hafir fundað með Ríkislögreglustjóra um þetta mál? „Um þetta tiltekna mál? Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ segir dómsmálaráðherra en ítrekar að von sé á niðurstöðu í málinu á allra næstu dögum. Vísir hefur ekki náð tali að Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málsins. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um málið. Öllum fyrirspurnum um það skuli beint til ráðuneytisins. Þá hefur ekki náðst í Helga Magnús.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45