„Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 19:22 Ásthildur Lóa sneri aftur á Alþingi í dag. Vísir/Arnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra fyrr á þessu ári, segir að nú sé að baki einn erfiðasti tími sem hún hafi gengið í gegnum. Hún þakkar fjölda fólks fyrir að styðja hana á þessu erfiða tímabili, og segir stuðninginn hafa haldið sér á floti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ásthildur sneri aftur á Alþingi í dag eftir að hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum, sem hún gerði samhliða því að segja af sér. „Mér líður bara mjög vel núna og mér hefur verið einstaklega vel tekið af þinginu hér í dag, sérstaklega af stjórnarmeirihlutanum og ráðherrum og þeim sem við erum að starfa með. Það hefur verið alveg dásamlegt,“ sagði Ásthildur um fyrsta daginn á þinginu. „Mér fannst þetta bara vera réttur tími. Ég vildi koma og klára þingið á þessu vori og takast á við það sem því fylgir. Og vinna að þeim góðu málum sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn er að vinna að.“ Ásthildur sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn í kjölfar þess að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri, en það var fyrir fyrir rúmum 35 árum. Sérðu eftir því að hafa sagt af þér? „Ég sé alveg eftir þeim verkefnum og því sem ég var að gera í ráðuneytinu. Ég geri það. En það var ekkert annað sem hægt var að gera. Þetta hefur verið einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum, svo það sé sagt,“ sagði Ásthildur Lóa. Hún tók fram að hún hefði fundið fyrir ansi miklum stuðningi á þessum erfiðu tímum. „En ég hef fengið alveg gríðarlegan stuðning. Það hefur í raun haldið mér á floti. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka þeim hundruðum, ef ekki þúsundum, sem sendu mér skilaboð til að hvetja mig áfram. Það er ómetanlegt. Það er það sem hélt mér á floti, og stuðningur fjölskyldunnar og góðra vina. Þess vegna get ég staðið hérna í dag. Það er útaf öllum þessa góða stuðningi sem ég hef fengið.“ Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ásthildur sneri aftur á Alþingi í dag eftir að hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum, sem hún gerði samhliða því að segja af sér. „Mér líður bara mjög vel núna og mér hefur verið einstaklega vel tekið af þinginu hér í dag, sérstaklega af stjórnarmeirihlutanum og ráðherrum og þeim sem við erum að starfa með. Það hefur verið alveg dásamlegt,“ sagði Ásthildur um fyrsta daginn á þinginu. „Mér fannst þetta bara vera réttur tími. Ég vildi koma og klára þingið á þessu vori og takast á við það sem því fylgir. Og vinna að þeim góðu málum sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn er að vinna að.“ Ásthildur sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn í kjölfar þess að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri, en það var fyrir fyrir rúmum 35 árum. Sérðu eftir því að hafa sagt af þér? „Ég sé alveg eftir þeim verkefnum og því sem ég var að gera í ráðuneytinu. Ég geri það. En það var ekkert annað sem hægt var að gera. Þetta hefur verið einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum, svo það sé sagt,“ sagði Ásthildur Lóa. Hún tók fram að hún hefði fundið fyrir ansi miklum stuðningi á þessum erfiðu tímum. „En ég hef fengið alveg gríðarlegan stuðning. Það hefur í raun haldið mér á floti. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka þeim hundruðum, ef ekki þúsundum, sem sendu mér skilaboð til að hvetja mig áfram. Það er ómetanlegt. Það er það sem hélt mér á floti, og stuðningur fjölskyldunnar og góðra vina. Þess vegna get ég staðið hérna í dag. Það er útaf öllum þessa góða stuðningi sem ég hef fengið.“
Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels