Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 09:00 Matheus Cunha virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Úlfana. Getty/Cameron Smith Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við Wolves og Matheus Cunha um að þessi brasilíski sóknarmaður verði leikmaður United næstu fimm árin. Vistaskipti Cunha hafa legið í loftinu en nú segir félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano að allt sé klappað og klárt. 🚨🇧🇷 Matheus Cunha to Manchester United, here we go! Verbal agreement in place between all parties involved.Cunha will sign deal until June 2030 with option until 2031. Wolves to receive £62.5m clause value in installments.Formal steps/contracts to be checked next week. pic.twitter.com/RiP4iMoH6m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2025 Cunha muni skrifa undir samning sem gildi til fimm ára, með möguleika á árs framlengingu, og að United muni greiða Wolves samtals 62,5 milljónir punda, eða 10,7 milljarða króna, í greiðslum sem nú sé verið að ganga frá hvernig skipta eigi upp. United og Wolves enduðu með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíðinni sem var að ljúka, í 15. og 16. sæti. Cunha fór á kostum fyrir Úlfana og var þeirra markahæsti maður með fimmtán mörk, í 9. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Þrátt fyrir að United hafi aðeins unnið 17 af 48 leikjum sínum, eftir að Ruben Amorim tók við stjórn liðsins, bendir allt til þess að Portúgalinn verði áfram við stjórnvölinn og að Cunha verið fyrsti nýi leikmaðurinn sem hann fær í sumar. Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir gangi allt eftir muni Cunha klæðast treyju númer 10 og taka þannig við af Marcus Rashford. 🚨 Exclusive: Matheus Cunha has agreed a five-year contract with #MUFC. Manchester United will now approach Wolves this week. Cunha has a £62.5m clause.Cunha expected to wear No.10 at #MUFC if all goes to plan.🇧🇷 pic.twitter.com/9xPfHJ2jCY— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 25, 2025 Hinn 25 ára gamli Cunha hefur leikið með Wolves frá ársbyrjun 2023 eftir að hafa áður verið hjá Atlético Madrid, Herthu Berlín, RB Leipzig og Sion í Sviss en þangað kom hann 18 ára gamall frá Coritiba í Brasilíu. Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Sjá meira
Vistaskipti Cunha hafa legið í loftinu en nú segir félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano að allt sé klappað og klárt. 🚨🇧🇷 Matheus Cunha to Manchester United, here we go! Verbal agreement in place between all parties involved.Cunha will sign deal until June 2030 with option until 2031. Wolves to receive £62.5m clause value in installments.Formal steps/contracts to be checked next week. pic.twitter.com/RiP4iMoH6m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2025 Cunha muni skrifa undir samning sem gildi til fimm ára, með möguleika á árs framlengingu, og að United muni greiða Wolves samtals 62,5 milljónir punda, eða 10,7 milljarða króna, í greiðslum sem nú sé verið að ganga frá hvernig skipta eigi upp. United og Wolves enduðu með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíðinni sem var að ljúka, í 15. og 16. sæti. Cunha fór á kostum fyrir Úlfana og var þeirra markahæsti maður með fimmtán mörk, í 9. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Þrátt fyrir að United hafi aðeins unnið 17 af 48 leikjum sínum, eftir að Ruben Amorim tók við stjórn liðsins, bendir allt til þess að Portúgalinn verði áfram við stjórnvölinn og að Cunha verið fyrsti nýi leikmaðurinn sem hann fær í sumar. Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir gangi allt eftir muni Cunha klæðast treyju númer 10 og taka þannig við af Marcus Rashford. 🚨 Exclusive: Matheus Cunha has agreed a five-year contract with #MUFC. Manchester United will now approach Wolves this week. Cunha has a £62.5m clause.Cunha expected to wear No.10 at #MUFC if all goes to plan.🇧🇷 pic.twitter.com/9xPfHJ2jCY— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 25, 2025 Hinn 25 ára gamli Cunha hefur leikið með Wolves frá ársbyrjun 2023 eftir að hafa áður verið hjá Atlético Madrid, Herthu Berlín, RB Leipzig og Sion í Sviss en þangað kom hann 18 ára gamall frá Coritiba í Brasilíu.
Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Sjá meira