Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2025 11:02 Leikmaðurinn sem endaði í sæti 1. grafík/sara Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 1. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 1. Tryggvi Guðmundsson Lið: ÍBV, KR, FH, Fylkir Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1997, 2005, 2006, 2008, 2009 Bikarmeistari: 1994, 2007 Leikir: 241 Mörk: 131 Stoðsendingar: 73 Leikmaður ársins: 1997 Sex sinnum í liði ársins Gullskór: 1997, 2005 Silfurskór: 1995 Bronsskór: 2008 Förum aðeins yfir afrekaskrá Tryggva Guðmundssonar. Fimm sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, enn handhafi metsins yfir flest mörk í sögu efstu deildar, var handhafi markametsins í 27 ár, kom með beinum hætti að 204 mörkum í efstu deild (sá eini sem hefur farið yfir tvö hundruð mörkin), einu sinni leikmaður ársins, einu sinni besti ungi leikmaðurinn, tvisvar sinnum markakóngur, einu sinni stoðsendingakóngur og annar tveggja (ásamt Guðmundi Steinssyni) sem hafa náð sex tíu marka tímabilum í efstu deild. Allt þetta þrátt fyrir að hafa spilað sjö ár, á besta aldri, erlendis. Tryggvi Guðmundsson varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og var nálægt því að endurtaka leikinn 2010.vísir/anton Tryggvi lék sína fyrstu leiki í efstu deild 1992 en sló í gegn sumarið 1993. Þá skoraði hann tólf mörk fyrir ÍBV sem hélt sér uppi þökk sé frægu marki bjargvættarins Martins Eyjólfssonar gegn Fylki í lokaumferðinni. Tryggvi átti reyndar risastóran þátt í að Eyjamenn héldu sér uppi því hann skoraði þrennu í 2-9 sigri á Víkingum í næstsíðustu umferðinni. Sá stóri sigur gaf ÍBV tækifæri á að halda sér uppi með sigri á Fylki í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Eftir eitt ár í KR þar sem Tryggvi varð bikarmeistari sneri hann aftur til Eyja 1995 og var besti leikmaður stórskemmtilegs liðs ÍBV sem endaði í 3. sæti. Tryggvi skoraði fjórtán mörk og átti Gullskóinn vísan áður en Arnar Gunnlaugsson kom til skjalanna. Tryggvi skoraði svo átta mörk og gaf sjö stoðsendingar sumarið 1996 þar sem ÍBV lenti í 4. sæti í deild og 2. sæti í bikar. Tryggvi í bikarúrslitaleiknum gegn ÍA 1996.á sigurslóð Eftir fimm ára sigurgöngu ÍA var komið að lyklaskiptum á toppnum 1997. ÍBV varð meistari í fyrsta sinn í átján ár og var hársbreidd frá því að vinna tvöfalt. Tryggvi skoraði nítján mörk, jafnaði markametið í efstu deild og var valinn leikmaður ársins. Hann var sérstaklega öflugur eftir því sem leið á tímabilið og skoraði ellefu mörk í síðustu sex leikjum ÍBV. Tryggvi skoraði þrennu á tíu síðustu mínútum gegn Val í 15. umferð og svo aftur þrennu þegar ÍBV tryggði sér titilinn með 5-1 sigri á Keflavík í næstsíðustu umferðinni. Eftir sjö ár í atvinnumennsku sneri Tryggvi aftur til Íslands 2005 og gekk til liðs við Íslandsmeistara FH. Hann tók bara upp þráðinn þar sem frá var horfið 1997; varð Íslandsmeistari, skoraði sextán mörk og varð markakóngur. Tímabilið 2005 er eitt besta heimkomutímabil leikmanns í sögu efstu deildar og Tryggvi var lykilmaður í einu besta liði sem hefur spilað í deildinni hér heima. FH varð aftur Íslandsmeistari 2006 en missti af Íslandsmeistaratitlinum 2007 þrátt fyrir átta mörk og sjö stoðsendingar Tryggva. Liðið varð hins vegar bikarmeistari í fyrsta sinn og endurheimti Íslandsmeistaratitilinn 2008 eftir baráttu við Keflavík. Tryggvi skoraði tólf mörk og var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. FH varð aftur Íslandsmeistari 2009, á síðasta tímabili Tryggva í Kaplakrika. Þá lék hann aðallega á miðjunni ásamt Davíð Þór Viðarssyni og Matthíasi Vilhjálmssyni og skilaði sjö mörkum. Tryggvi varð fjórum sinnum Íslandsmeistari á fimm árum hjá FH.VÍSIR/VILHELM Eftir þrettán ára útlegð fór Tryggvi heim í ÍBV fyrir tímabilið 2010 og við tók kannski aðdáunarverðasti kaflinn á ferli hans. Eyjamenn fengu aðeins 22 stig sem nýliðar 2009 en voru öllum að óvörum í baráttu um titilinn árið eftir. Tryggvi var stærsta ástæðan fyrir því og leiddi Eyjaliðið til tuttugu fleiri stiga en árið á undan og það átti möguleika á að verða Íslandsmeistari í lokaumferðinni. Árið 2011 átti Tryggvi annað dúndurtímabil, skoraði tíu mörk og ÍBV veitti KR mesta samkeppni um titilinn þrátt fyrir að FH hafi endað í 2. sætinu. Tryggvi jafnaði markametið haustið 2011, sló það 2012 með skoti beint úr aukaspyrnu gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli, og lauk svo ferlinum í efstu deild með Fylki 2013. „Einhver albesti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild,“ sagði Heimir Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva hjá FH, eitt sinn um Tryggva. Um það verður ekki deilt og atkvæðagreiðslan í þessari könnun sýnir það. Allir 25 sem tóku þátt í kosningunni voru allir með Tryggva á sínum lista. Níu voru með hann í efsta sæti, fjórir í 2. sæti og tveir í 3. sætinu. Tryggvi var manna fremstur í að koma sér í færi og var sérstaklega lunkinn að koma sér fyrir á fjærstönginni þar sem hann skoraði mörg marka sinna. Eyjamaðurinn skoraði líka mörg glæsileg mörk með sínum góða vinstri fæti; inni í teig, fyrir utan teig, beint úr aukaspyrnum, með vippum, þrumuskotum og svo mætti áfram telja, og slatta af skallamörkum. Hann var líka skemmtilegur á velli, mikill keppnismaður og ein af stjörnunum í deildinni okkar. Afrekaskráin er líka glæsileg og metin, tölfræðin og titlarnir tala sínu máli. Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 29. maí 2025 10:03 Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 28. maí 2025 10:00 Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 27. maí 2025 10:01 Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 26. maí 2025 10:00 Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01 Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00 Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00 Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01 Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01 Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02 Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
1. Tryggvi Guðmundsson Lið: ÍBV, KR, FH, Fylkir Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1997, 2005, 2006, 2008, 2009 Bikarmeistari: 1994, 2007 Leikir: 241 Mörk: 131 Stoðsendingar: 73 Leikmaður ársins: 1997 Sex sinnum í liði ársins Gullskór: 1997, 2005 Silfurskór: 1995 Bronsskór: 2008 Förum aðeins yfir afrekaskrá Tryggva Guðmundssonar. Fimm sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, enn handhafi metsins yfir flest mörk í sögu efstu deildar, var handhafi markametsins í 27 ár, kom með beinum hætti að 204 mörkum í efstu deild (sá eini sem hefur farið yfir tvö hundruð mörkin), einu sinni leikmaður ársins, einu sinni besti ungi leikmaðurinn, tvisvar sinnum markakóngur, einu sinni stoðsendingakóngur og annar tveggja (ásamt Guðmundi Steinssyni) sem hafa náð sex tíu marka tímabilum í efstu deild. Allt þetta þrátt fyrir að hafa spilað sjö ár, á besta aldri, erlendis. Tryggvi Guðmundsson varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og var nálægt því að endurtaka leikinn 2010.vísir/anton Tryggvi lék sína fyrstu leiki í efstu deild 1992 en sló í gegn sumarið 1993. Þá skoraði hann tólf mörk fyrir ÍBV sem hélt sér uppi þökk sé frægu marki bjargvættarins Martins Eyjólfssonar gegn Fylki í lokaumferðinni. Tryggvi átti reyndar risastóran þátt í að Eyjamenn héldu sér uppi því hann skoraði þrennu í 2-9 sigri á Víkingum í næstsíðustu umferðinni. Sá stóri sigur gaf ÍBV tækifæri á að halda sér uppi með sigri á Fylki í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Eftir eitt ár í KR þar sem Tryggvi varð bikarmeistari sneri hann aftur til Eyja 1995 og var besti leikmaður stórskemmtilegs liðs ÍBV sem endaði í 3. sæti. Tryggvi skoraði fjórtán mörk og átti Gullskóinn vísan áður en Arnar Gunnlaugsson kom til skjalanna. Tryggvi skoraði svo átta mörk og gaf sjö stoðsendingar sumarið 1996 þar sem ÍBV lenti í 4. sæti í deild og 2. sæti í bikar. Tryggvi í bikarúrslitaleiknum gegn ÍA 1996.á sigurslóð Eftir fimm ára sigurgöngu ÍA var komið að lyklaskiptum á toppnum 1997. ÍBV varð meistari í fyrsta sinn í átján ár og var hársbreidd frá því að vinna tvöfalt. Tryggvi skoraði nítján mörk, jafnaði markametið í efstu deild og var valinn leikmaður ársins. Hann var sérstaklega öflugur eftir því sem leið á tímabilið og skoraði ellefu mörk í síðustu sex leikjum ÍBV. Tryggvi skoraði þrennu á tíu síðustu mínútum gegn Val í 15. umferð og svo aftur þrennu þegar ÍBV tryggði sér titilinn með 5-1 sigri á Keflavík í næstsíðustu umferðinni. Eftir sjö ár í atvinnumennsku sneri Tryggvi aftur til Íslands 2005 og gekk til liðs við Íslandsmeistara FH. Hann tók bara upp þráðinn þar sem frá var horfið 1997; varð Íslandsmeistari, skoraði sextán mörk og varð markakóngur. Tímabilið 2005 er eitt besta heimkomutímabil leikmanns í sögu efstu deildar og Tryggvi var lykilmaður í einu besta liði sem hefur spilað í deildinni hér heima. FH varð aftur Íslandsmeistari 2006 en missti af Íslandsmeistaratitlinum 2007 þrátt fyrir átta mörk og sjö stoðsendingar Tryggva. Liðið varð hins vegar bikarmeistari í fyrsta sinn og endurheimti Íslandsmeistaratitilinn 2008 eftir baráttu við Keflavík. Tryggvi skoraði tólf mörk og var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. FH varð aftur Íslandsmeistari 2009, á síðasta tímabili Tryggva í Kaplakrika. Þá lék hann aðallega á miðjunni ásamt Davíð Þór Viðarssyni og Matthíasi Vilhjálmssyni og skilaði sjö mörkum. Tryggvi varð fjórum sinnum Íslandsmeistari á fimm árum hjá FH.VÍSIR/VILHELM Eftir þrettán ára útlegð fór Tryggvi heim í ÍBV fyrir tímabilið 2010 og við tók kannski aðdáunarverðasti kaflinn á ferli hans. Eyjamenn fengu aðeins 22 stig sem nýliðar 2009 en voru öllum að óvörum í baráttu um titilinn árið eftir. Tryggvi var stærsta ástæðan fyrir því og leiddi Eyjaliðið til tuttugu fleiri stiga en árið á undan og það átti möguleika á að verða Íslandsmeistari í lokaumferðinni. Árið 2011 átti Tryggvi annað dúndurtímabil, skoraði tíu mörk og ÍBV veitti KR mesta samkeppni um titilinn þrátt fyrir að FH hafi endað í 2. sætinu. Tryggvi jafnaði markametið haustið 2011, sló það 2012 með skoti beint úr aukaspyrnu gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli, og lauk svo ferlinum í efstu deild með Fylki 2013. „Einhver albesti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild,“ sagði Heimir Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva hjá FH, eitt sinn um Tryggva. Um það verður ekki deilt og atkvæðagreiðslan í þessari könnun sýnir það. Allir 25 sem tóku þátt í kosningunni voru allir með Tryggva á sínum lista. Níu voru með hann í efsta sæti, fjórir í 2. sæti og tveir í 3. sætinu. Tryggvi var manna fremstur í að koma sér í færi og var sérstaklega lunkinn að koma sér fyrir á fjærstönginni þar sem hann skoraði mörg marka sinna. Eyjamaðurinn skoraði líka mörg glæsileg mörk með sínum góða vinstri fæti; inni í teig, fyrir utan teig, beint úr aukaspyrnum, með vippum, þrumuskotum og svo mætti áfram telja, og slatta af skallamörkum. Hann var líka skemmtilegur á velli, mikill keppnismaður og ein af stjörnunum í deildinni okkar. Afrekaskráin er líka glæsileg og metin, tölfræðin og titlarnir tala sínu máli.
Lið: ÍBV, KR, FH, Fylkir Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1997, 2005, 2006, 2008, 2009 Bikarmeistari: 1994, 2007 Leikir: 241 Mörk: 131 Stoðsendingar: 73 Leikmaður ársins: 1997 Sex sinnum í liði ársins Gullskór: 1997, 2005 Silfurskór: 1995 Bronsskór: 2008
Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 29. maí 2025 10:03 Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 28. maí 2025 10:00 Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 27. maí 2025 10:01 Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 26. maí 2025 10:00 Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01 Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00 Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00 Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01 Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01 Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02 Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 29. maí 2025 10:03
Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 28. maí 2025 10:00
Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 27. maí 2025 10:01
Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 26. maí 2025 10:00
Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01
Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00
Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00