Svona verður Sæbraut í stokki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2025 20:56 Hér má sjá þann kafla Sæbrautar sem fer í stokk. Vísir/Sara Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. Um kílómeters langur kafli af Sæbrautinni verður settur í stokk, frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Tvær almennar akreinar verða í hvora átt og þriðja akrein, sem leiðir til að- og fráreina inn í og út úr hverfunum. „Þetta mun auðvitað greiða leið akandi vegfarenda á sama tíma og það eru tvenn umferðarljós sem fara út og það eru þau sem geta verið ákveðin í hindrun í för fólks þegar mikil umferð er í gangi,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Á yfirborðinu verður útbúinn borgargarður, nægur gróður og aðstaða til útivistar og hreyfingar. Leggja á mikla göngu- og hjólastíga og Borgarlínan mun þvera suðurhluta stokksins. „Þetta mun stórbæta lífsgæði fyrir þessi tvö aðliggjandi hverfi sem eru nú rist í sundur af stórri umferðarþungri götu,“ segir Dóra. Þessi loftmynd sýnir vel hvaða kafli Sæbrautar er undir.Vísir „Á sama tíma er þetta algjör forsenda fyrir borgarlínu og austur-vestur tengingu hennar sem mun fara yfir stokkinn á suðurendanum.“ Gert er ráð fyrir nokkrum umferðartöfum þegar framkvæmdir hefjast. Bráðabirgðavegur, með tvær akreinar, í báðar áttir, verður útbúinn fyrir austan Sæbraut á meðan á framkvæmdum stendur auk þess sem gert er ráð fyrir að umferð aukist um nærliggjandi götur. „Og það verður gerður ákveðinn veggur til að skerma byggðina frá hljóðmengun og loftmengun.“ Skipulag Reykjavík Umferðaröryggi Borgarlína Sæbrautarstokkur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Um kílómeters langur kafli af Sæbrautinni verður settur í stokk, frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Tvær almennar akreinar verða í hvora átt og þriðja akrein, sem leiðir til að- og fráreina inn í og út úr hverfunum. „Þetta mun auðvitað greiða leið akandi vegfarenda á sama tíma og það eru tvenn umferðarljós sem fara út og það eru þau sem geta verið ákveðin í hindrun í för fólks þegar mikil umferð er í gangi,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Á yfirborðinu verður útbúinn borgargarður, nægur gróður og aðstaða til útivistar og hreyfingar. Leggja á mikla göngu- og hjólastíga og Borgarlínan mun þvera suðurhluta stokksins. „Þetta mun stórbæta lífsgæði fyrir þessi tvö aðliggjandi hverfi sem eru nú rist í sundur af stórri umferðarþungri götu,“ segir Dóra. Þessi loftmynd sýnir vel hvaða kafli Sæbrautar er undir.Vísir „Á sama tíma er þetta algjör forsenda fyrir borgarlínu og austur-vestur tengingu hennar sem mun fara yfir stokkinn á suðurendanum.“ Gert er ráð fyrir nokkrum umferðartöfum þegar framkvæmdir hefjast. Bráðabirgðavegur, með tvær akreinar, í báðar áttir, verður útbúinn fyrir austan Sæbraut á meðan á framkvæmdum stendur auk þess sem gert er ráð fyrir að umferð aukist um nærliggjandi götur. „Og það verður gerður ákveðinn veggur til að skerma byggðina frá hljóðmengun og loftmengun.“
Skipulag Reykjavík Umferðaröryggi Borgarlína Sæbrautarstokkur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira