Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:34 Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, hefur áhyggjur af æskunni og stóraukinni notkun á nikótínpúðum. vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um merkingu og markaðssetningu niktótínvara sem miðar að því að draga úr neyslu ungmenna. Þingmaður Framsóknar lýsir yfir þungum áhyggjum af aukinni notkun og segir ástandið óboðlegt. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í rannsókn norrænu velferðarnefndarinnar um stóraukna neyslu á nikótínpúðum. „Þrjátíu prósent ungmenna nota púðana og það er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum,“ sagði Halla. Notkun á niktótínpúðum hefur stóraukist.vísir/Egill Hún vísaði til fjölgunar sérversalana með rafrettur og niktótínpúða og virtist ræða sérstaklega um markaðssetningu keðjunnar Svens sem rekur tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu og notast við ljóshærða teiknimyndafígúru í sinni markaðssetningu. „Þetta er einfaldlega ekki í lagi. Þessi skaðlega vara er markaðssett sem einhvers konar Extra tyggjó af fígúru sem er blanda á milli Mikka mús og íþróttaálfsins,“ sagði Halla. „Og það er hæpið að slíkri villandi markaðssetningu sé ætlað að vera lögleg.“ Frumvarp boðað Halla Hrund kallaði eftir frumvarpi sem tekur á stöðunni. Alma Möller heilbrigðisráðherra sagðist deila áhyggjum Höllu og boðaði á haustþingi frumvarp þar sem lög um tóbak og aðrar nikótínvörur verði sameinuð. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir uppi ýmsar áskornir í lýðheilsumálum.Vísir/Einar „Þar verður auðvitað hugað að þeim leiðum sem færar eru og meðal annars að merkingu og markaðssetningu,“ sagði Alma. Íslendingar standi frammi fyrir ýmsum áskorunum í lýðheilsumálum sem tekið verði á. „Við erum að tala um markaðssetningu á óhollustu. Það er líka óholl fæða, það er ofbeldi, það er skjátími og skjánotkun og lengi mætti telja. Þannig ég hef sett af stað hóp sérfræðinga í lýðheilsu sem eiga að kortleggja þessar nýju áskoranir og jafnframt til hvaða aðgerða er hægt að grípa.“ Halla hefur áður viðrað áhyggjur sínar af auknu framboði nikótínvara og ræddi málið meðal annars í umræðum um störf þingsins á dögunum. Nikótínpúðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í rannsókn norrænu velferðarnefndarinnar um stóraukna neyslu á nikótínpúðum. „Þrjátíu prósent ungmenna nota púðana og það er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum,“ sagði Halla. Notkun á niktótínpúðum hefur stóraukist.vísir/Egill Hún vísaði til fjölgunar sérversalana með rafrettur og niktótínpúða og virtist ræða sérstaklega um markaðssetningu keðjunnar Svens sem rekur tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu og notast við ljóshærða teiknimyndafígúru í sinni markaðssetningu. „Þetta er einfaldlega ekki í lagi. Þessi skaðlega vara er markaðssett sem einhvers konar Extra tyggjó af fígúru sem er blanda á milli Mikka mús og íþróttaálfsins,“ sagði Halla. „Og það er hæpið að slíkri villandi markaðssetningu sé ætlað að vera lögleg.“ Frumvarp boðað Halla Hrund kallaði eftir frumvarpi sem tekur á stöðunni. Alma Möller heilbrigðisráðherra sagðist deila áhyggjum Höllu og boðaði á haustþingi frumvarp þar sem lög um tóbak og aðrar nikótínvörur verði sameinuð. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir uppi ýmsar áskornir í lýðheilsumálum.Vísir/Einar „Þar verður auðvitað hugað að þeim leiðum sem færar eru og meðal annars að merkingu og markaðssetningu,“ sagði Alma. Íslendingar standi frammi fyrir ýmsum áskorunum í lýðheilsumálum sem tekið verði á. „Við erum að tala um markaðssetningu á óhollustu. Það er líka óholl fæða, það er ofbeldi, það er skjátími og skjánotkun og lengi mætti telja. Þannig ég hef sett af stað hóp sérfræðinga í lýðheilsu sem eiga að kortleggja þessar nýju áskoranir og jafnframt til hvaða aðgerða er hægt að grípa.“ Halla hefur áður viðrað áhyggjur sínar af auknu framboði nikótínvara og ræddi málið meðal annars í umræðum um störf þingsins á dögunum.
Nikótínpúðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira