Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2025 13:36 Atvik málsins áttu sér stað við Hvaleyrarvatn. Vísir/Arnar Ungur maður, á átjánda aldursári, var ásamt vinum sínum við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði um hálftíuleytið í gær áður en hann varð fyrir ofbeldi af hálfu ósakhæfs pilts. Svona blasir mál við lögreglu sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglu í morgun. Þar sagði að þrír ungir væru grunaðir um að ráðast á einn með spörkum og höggum, og honum verið ógnað með hníf. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú sé talið að einn árásarmaður hafi verið að verki. Grunaður árásarmaður er fjórtán ára gamall, og því ósakhæfur. Hann mun hafa komið á vespu á vettvang, og verið á staðnum ásamt tveimur öðrum. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu hafi verið talað um að hann hafi sett hníf að hálsi þess sem varð fyrir árásinni, og síðan farið í burtu. Seinna var greint frá því að grunaði árásarmaðurinn hefði tekið hinn pilltinn niður og kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni. „Þolandinn var náttúrulega í miklu sjokki eftir þetta allt saman,“ sagði Skúli, en pilturinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann mun hafa verið með áverka á hendi. Lögreglan hafi haft upp á grunuðum árásarmanni og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til. Óljóst sé hvað gerðist milli piltanna tveggja, en þeim hafi eitthvað lent saman. Mikilvægt að vinda ofan af þessari þróun Að sögn Skúla er málið í fullri rannsókn. „Þetta er alvarlegt mál þegar svona gerist. Það þarf að vinda ofan af þessari þróun. Við erum auðvitað í mikilli vinnu allt samfélagið í að reyna að snúa við þessari þróun,“ segir hann og vísar til hnífaburðar ungmenna. „Það er svo hættulegt að vera með þessi beittu vopn á sér sem hnífarnir eru.“ Hafnarfjörður Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Svona blasir mál við lögreglu sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglu í morgun. Þar sagði að þrír ungir væru grunaðir um að ráðast á einn með spörkum og höggum, og honum verið ógnað með hníf. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú sé talið að einn árásarmaður hafi verið að verki. Grunaður árásarmaður er fjórtán ára gamall, og því ósakhæfur. Hann mun hafa komið á vespu á vettvang, og verið á staðnum ásamt tveimur öðrum. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu hafi verið talað um að hann hafi sett hníf að hálsi þess sem varð fyrir árásinni, og síðan farið í burtu. Seinna var greint frá því að grunaði árásarmaðurinn hefði tekið hinn pilltinn niður og kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni. „Þolandinn var náttúrulega í miklu sjokki eftir þetta allt saman,“ sagði Skúli, en pilturinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann mun hafa verið með áverka á hendi. Lögreglan hafi haft upp á grunuðum árásarmanni og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til. Óljóst sé hvað gerðist milli piltanna tveggja, en þeim hafi eitthvað lent saman. Mikilvægt að vinda ofan af þessari þróun Að sögn Skúla er málið í fullri rannsókn. „Þetta er alvarlegt mál þegar svona gerist. Það þarf að vinda ofan af þessari þróun. Við erum auðvitað í mikilli vinnu allt samfélagið í að reyna að snúa við þessari þróun,“ segir hann og vísar til hnífaburðar ungmenna. „Það er svo hættulegt að vera með þessi beittu vopn á sér sem hnífarnir eru.“
Hafnarfjörður Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira