Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 13:49 Mike Johnson, þingforseti, og þeir Tom Emmer og Steve Scalise, sem leiða þingflokk Repúblikanaflokksins eiga ærið verk fyrir höndum. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu í gær fram gífurlega umfangsmikið lagafrumvarp um skattheimtu og málefni innflytjenda. Frumvarp þetta felur í sér skattalækkanir, fjármagnaðar með niðurskurði innan velferðarkerfisins og á grænum verkefnum og með því að fella úr gildi niðurfellingu Joes Biden á námslánum. Frumvarpið felur einnig í sér miklar fjárveitingar til landamæravörslu og varnarmála mikla hækkun skuldaþaksins svokallaða, svo eitthvað sé nefnt. Óljóst er hvort næg samstaða um frumvarpið finnist innan Repúblikanaflokksins til að koma frumvarpinu gegnum báðar deildir þingsins. Repúblikanar eru þó að leggja frumvarpið fram með þeim hætti að það þurfi eingöngu meirihluta atkvæða í öldungadeildinni en ekki sextíu atkvæði eins og flest frumvörp. Repúblikönum hefur gengið hægt að koma frumvörpum gegnum þingið á þessu kjörtímabili. Mikið púður hefur farið í innanflokksdeilur um fjárlög. Vonast er til þess að samþykkja frumvarpið í þremur nefndum seinna í dag. Sjá einnig: Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Hundruðum milljarða dala yrði samkvæmt frumvarpinu varið í að klára að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og í að þróa umfangsmikið og umdeilt eldflaugavarnarkerfi fyrir Bandaríkin. Þá yrðu skattalækkanir Trumps á fyrra kjörtímabili hans framlengdar og einnig skera verulega niður í sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Medicaid. Þá yrði einnig stofnaður bankareikningur fyrir nýfædd börn með þúsund dala innstæðu. Þessir reikningar myndu á ensku heita „money account for growth and advancement“ eða „MAGA account“. Þjórfé verður skattfrjáls og yfirvinna sömuleiðis. Þinghús Bandaríkjanna.AP/J. Scott Applewhite Verði frumvarpið að lögum mun það að miklu leyti endurmóta alríkisyfirvöld Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Harðlínumenn innan flokksins eru ósáttir við hvað miðjumenn fengu miklu ágengt í viðræðunum um frumvarpið og vilja frekari niðurskurði. Þeir hafa heitið því að standa í vegi frumvarpsins verði ekki farið í meiri niðurskurð. Einn þeirra er Chip Roy, frá Texas, sem segir að gera þurfi miklar breytingar á frumvarpinu svo hann styðji það. Politico segir að þeir gætu komið í veg fyrir samþykkt frumvarpsins. Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum bandaríska þingsins, segir litla samstöðu innan flokksins um frumvarpið. Íhaldsmenn vilji meiri niðurskurð á Medicaid og öðrum sviðum. Það óttast aðrir í flokknum og svo eru þingmenn í ríkjum sem halla til vinstri sem eru ósáttir við lítinn persónuafslátt í frumvarpinu. SPEAKER MIKE JOHNSON has said repeatedly over the last few months that he is in the "consensus building business."But as markups begin today, an objective view of the landscape is that Johnson does not have consensus.- SALT is still unresolved. NY/NJ/CA lawmakers are waiting…— Jake Sherman (@JakeSherman) May 13, 2025 Mike Johnson, þingforseti, er enn og aftur í erfiðri stöðu, þar sem meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Ef fleiri en þrír þingmenn úr flokknum neita að greiða atkvæði með frumvarpinu verður það ekki samþykkt og hann vill leggja það fram strax í næstu viku. Lengi hefur verið deilt um það innan flokksins hvort ná eigi fram þessum markmiðum með mörgum frumvörpum eða fáum. Trump hefur krafist þess að þetta verði gert í einu frumvarpi. Frumvarpið hefur í ljósi þess fengið nafnið: „HIÐ EINA, STÓRA, FALLEGA FRUMVARP“. Áður en hann lagði af stað til Mið-Austurlanda birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Repúblikana nauðsynlega þurfa að standa saman. Demókratar vildu gera út af við Bandaríkin og það þyrfti að standa gegn því. Þá sagði Trump að þegar hann sneri aftur myndi hann vinna með þingmönnum að því að leiða málið til lykta. „Frumvarpið er FRÁBÆRT,“ skrifaði Trump. „Við eigum engra kosta völ, VIÐ VERÐUM AÐ VINNA!“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Frumvarpið felur einnig í sér miklar fjárveitingar til landamæravörslu og varnarmála mikla hækkun skuldaþaksins svokallaða, svo eitthvað sé nefnt. Óljóst er hvort næg samstaða um frumvarpið finnist innan Repúblikanaflokksins til að koma frumvarpinu gegnum báðar deildir þingsins. Repúblikanar eru þó að leggja frumvarpið fram með þeim hætti að það þurfi eingöngu meirihluta atkvæða í öldungadeildinni en ekki sextíu atkvæði eins og flest frumvörp. Repúblikönum hefur gengið hægt að koma frumvörpum gegnum þingið á þessu kjörtímabili. Mikið púður hefur farið í innanflokksdeilur um fjárlög. Vonast er til þess að samþykkja frumvarpið í þremur nefndum seinna í dag. Sjá einnig: Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Hundruðum milljarða dala yrði samkvæmt frumvarpinu varið í að klára að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og í að þróa umfangsmikið og umdeilt eldflaugavarnarkerfi fyrir Bandaríkin. Þá yrðu skattalækkanir Trumps á fyrra kjörtímabili hans framlengdar og einnig skera verulega niður í sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Medicaid. Þá yrði einnig stofnaður bankareikningur fyrir nýfædd börn með þúsund dala innstæðu. Þessir reikningar myndu á ensku heita „money account for growth and advancement“ eða „MAGA account“. Þjórfé verður skattfrjáls og yfirvinna sömuleiðis. Þinghús Bandaríkjanna.AP/J. Scott Applewhite Verði frumvarpið að lögum mun það að miklu leyti endurmóta alríkisyfirvöld Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Harðlínumenn innan flokksins eru ósáttir við hvað miðjumenn fengu miklu ágengt í viðræðunum um frumvarpið og vilja frekari niðurskurði. Þeir hafa heitið því að standa í vegi frumvarpsins verði ekki farið í meiri niðurskurð. Einn þeirra er Chip Roy, frá Texas, sem segir að gera þurfi miklar breytingar á frumvarpinu svo hann styðji það. Politico segir að þeir gætu komið í veg fyrir samþykkt frumvarpsins. Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum bandaríska þingsins, segir litla samstöðu innan flokksins um frumvarpið. Íhaldsmenn vilji meiri niðurskurð á Medicaid og öðrum sviðum. Það óttast aðrir í flokknum og svo eru þingmenn í ríkjum sem halla til vinstri sem eru ósáttir við lítinn persónuafslátt í frumvarpinu. SPEAKER MIKE JOHNSON has said repeatedly over the last few months that he is in the "consensus building business."But as markups begin today, an objective view of the landscape is that Johnson does not have consensus.- SALT is still unresolved. NY/NJ/CA lawmakers are waiting…— Jake Sherman (@JakeSherman) May 13, 2025 Mike Johnson, þingforseti, er enn og aftur í erfiðri stöðu, þar sem meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Ef fleiri en þrír þingmenn úr flokknum neita að greiða atkvæði með frumvarpinu verður það ekki samþykkt og hann vill leggja það fram strax í næstu viku. Lengi hefur verið deilt um það innan flokksins hvort ná eigi fram þessum markmiðum með mörgum frumvörpum eða fáum. Trump hefur krafist þess að þetta verði gert í einu frumvarpi. Frumvarpið hefur í ljósi þess fengið nafnið: „HIÐ EINA, STÓRA, FALLEGA FRUMVARP“. Áður en hann lagði af stað til Mið-Austurlanda birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Repúblikana nauðsynlega þurfa að standa saman. Demókratar vildu gera út af við Bandaríkin og það þyrfti að standa gegn því. Þá sagði Trump að þegar hann sneri aftur myndi hann vinna með þingmönnum að því að leiða málið til lykta. „Frumvarpið er FRÁBÆRT,“ skrifaði Trump. „Við eigum engra kosta völ, VIÐ VERÐUM AÐ VINNA!“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira