Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. maí 2025 07:42 Myndin er tekin í gær á norðanverðri Gasaströndinni. Íbúar flýja þar í kjölfar þess að gefin var úr rýmingarviðvörun. Vísir/EPA Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist í morgun að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu ella verði gripið til aðgerða. Í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada segir að láti Ísraelar ekki af sókn sinni inn á Gasa og létti á herkvínni sem svæðið hefur verið í um margra vikna skeið munu löndin þrjú grípa til aðgerða. Leiðtogarnir krefjast þess einnig að Hamas samtökin sleppi öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi eftir árásina hrottalegu inn í Ísrael þann 7. október 2023. Leiðtogarnir segjast ávallt hafa stutt við rétt Ísraela til þess að verjast hryðjuverkum, en að aðgerðirnar nú séu í engu samræmi við hina raunverulegu stöðu. Bíll með hjálpargögnum sem bíður þess að vera ekið inn á Gasa. Vísir/EPA Þrjátíu og átta eru sagðir hafa látið lífið í loftárás sem gerð var í nótt á Gasa og stóð aðeins yfir í rúman hálftíma. Ísraelar tilkynntu um helgina að þeir myndu hleypa ákveðnu magni hjálpargagna inn á Gasa, eftir ellefu vikna langa herkví. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að sú hjálp sé aðeins dropi í hafið miðað við hina raunverulegu þörf. Kanada Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada segir að láti Ísraelar ekki af sókn sinni inn á Gasa og létti á herkvínni sem svæðið hefur verið í um margra vikna skeið munu löndin þrjú grípa til aðgerða. Leiðtogarnir krefjast þess einnig að Hamas samtökin sleppi öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi eftir árásina hrottalegu inn í Ísrael þann 7. október 2023. Leiðtogarnir segjast ávallt hafa stutt við rétt Ísraela til þess að verjast hryðjuverkum, en að aðgerðirnar nú séu í engu samræmi við hina raunverulegu stöðu. Bíll með hjálpargögnum sem bíður þess að vera ekið inn á Gasa. Vísir/EPA Þrjátíu og átta eru sagðir hafa látið lífið í loftárás sem gerð var í nótt á Gasa og stóð aðeins yfir í rúman hálftíma. Ísraelar tilkynntu um helgina að þeir myndu hleypa ákveðnu magni hjálpargagna inn á Gasa, eftir ellefu vikna langa herkví. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að sú hjálp sé aðeins dropi í hafið miðað við hina raunverulegu þörf.
Kanada Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25
Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46